Fréttir

Jafnrétti kynjanna

Í dag fengum við í MH gesti frá Kwansei Gakuin Senior High School í Japan og eru þau hér til að kynna sér jafnrétti kynjanna á Íslandi. Japönskukennari skólans, Yayoi Mizoguchi, tók á móti þeim og Steinn rektor kynnti þeim það helsta sem við erum að gera í MH. Alltaf gaman að fá áhugasama gesti í heimsókn.
Lesa meira

Norska og sænska

Upplýsingar um norsku- og sænskukennslu í MH haustið 2023 er hægt að finna hér á heimasíðunni og eru nemendur sem eru að koma úr öðrum framhaldsskólum beðnir um að skrá sig í áfangana hjá sínum skóla, ekki á skrifstofu MH. Hver skóli sendir okkur lista yfir þá sem eru að koma í þetta nám til okkar og við skráum ykkur í Innu. Þeir nemendur sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stöðuprófi í öðruhvoru þessara tungumála geta skráð sig hér á heimasíðunni, eftir að hafa skoðað vel skilyrði sem sett eru. 
Lesa meira

Stundatöflur haustannar

Stundatöflur eru tilbúnar í Innu hjá þeim sem greitt hafa skólagjöldin. Nemendur sem voru í MH á síðustu vorönn geta gert töflubreytingar í gegnum Innu til og með miðvikudeginum 16. ágúst. Eftir það fara töflubreytingar fram hjá námstjórum. Aðrir nemendur sem eru að koma úr grunnskóla eða öðrum framhaldsskólum, geta komið í MH og hitt námstjóra ef þeir telja sig þurfa breytingar á stundatöflunni. Námstjórar verða við milli 10 og 14 í dag, þriðjudag og miðvikudag. Nýnemar eru boðaðir í skólann fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:00.
Lesa meira

Gleðilega önn

Haustönn 2023 er í fullum undirbúningi og er verið að vinna í stundatöflugerð fyrir nemendur. Á meðan á þeirri vinnu stendur er Inna lokuð hjá öllum nemendum MH. Inna mun opnast um leið og stundatöflur eru tilbúnar, hjá þeim nemendum sem greitt hafa skólagjöldin, öðruhvoru megin við helgina. Nýnemar haustannar eiga að mæta fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:00 og kennsla hefst mánudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá í kjölfar skólasetningar sem er kl. 8:20.
Lesa meira

Velkomin öll í MH

Í gær fengu nýir MH-ingar, sem eru að koma beint úr grunnskóla, að vita að þau væru komin inn í MH. Í dag var sendur út póstur þar sem helstu upplýsingar er að finna og má einnig lesa hann hér á heimasíðunni undir skólinn. Greiðsluseðlar fyrir skólagjöldum munu birtast á næstu dögum í heimabanka forsjáraðila nýnemanna. Hafið það gott í sumar og velkomin í MH - sjáumst 17. ágúst á nýnemadegi hér í MH.
Lesa meira

Opnunartími skrifstofu MH í sumar

Skrifstofa skólans verður opin 9:00-14:00 (lokað 12:00-12:30) 19.-22. júní. Skrifstofan er lokuð frá og með 23. júní og opnar aftur eftir sumarfrí 9. ágúst kl. 10:00.
Lesa meira

Brautskráning Menntaskólans við Hamrahlíð

Brautskráðir voru 155 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af sjö námsbrautum. Flestir útskrifuðust af opinni braut eða 85 nemendur, 22 af náttúrufræðibraut, 13 af félagsfræðabraut, 3 af málabraut, 8 af listdansbraut, 2 af fjölnámsbraut og 21 nemandi af IB-braut (International Baccalaureate sem er alþjóðleg stúdentsbraut). Alls voru 17 nemendur brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Tómas Böðvarsson, stúdent af opinni braut, með einstakan námsárangur, þ.e. 10,0 í meðaleinkunn. Tómas hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í efnafræði og spænsku. Semidúx var Dröfn Ólöf Ingvarsdóttir sem útskrifaðist af opinni braut með með 9,77 í meðaleinkunn. Dröfn Ólöf hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku og leiklist.
Lesa meira

Brautskráning Menntaskólans við Hamrahlíð 26. maí kl. 13:00

Brautskráning verður föstudaginn 26. maí kl. 13:00 en þá munu tæplega 160 brautskrást frá skólanum. Æfing með útskriftarefnum er fimmtudaginn 25. maí kl. 17:30 og verða þá veittar nánari upplýsingar um skipulag brautskráningar. Athöfninni verður streymt inn á: https://livestream.com/accounts/5108236/events/10865403
Lesa meira

Birting einkunna og staðfestingardagur

Prófum er lokið og einkunnir munu birtast eftir kl. 16:00 föstudaginn 19. maí. Mánudaginn 22. maí er staðfestingardagur þar sem nemendur geta hitt umsjónarkennarana sína og farið yfir valið fyrir næstu önn. Umsjónarkennarar eru við milli klukkan 10:00-11:00 og má sjá staðsetningu þeirra hér á heimasíðunni. Námsráðgjafar, námstjórar, áfangastjóri og konrektor verða einnig við, ykkur til aðstoðar. Einhverjir þurfa að gera breytingar miðað við gengi vorannar og hvetjum við ykkur öll til að skoða valið ykkar vel. Prófsýning er milli 11:15 og 12:15 í auglýstum stofum.
Lesa meira

Lokaverkefni

Í MH geta nemendur valið að taka lokaverkefni í grein sem þau hafa lokið að lágmarki 15 einingum í. Þessa önnina voru 27 nemendur að taka lokaverkefni og dreifast þau á 9 faggreinar. Nemendur velja sjálf hvað þau vilja taka fyrir og er hugmyndaflugið óþrjótandi.
Lesa meira