Námstími og námshraði

Löng hefð er fyrir því á að miða nám til íslenska stúdentsprófsins við 4 ár að loknum grunnskóla. Sá námstími samsvarar 17,5 einingum að meðaltali á önn miðað við lágmarkseiningarnar 140.

Nemendur geta þó ráðið nokkru um námshraðann og lagað hann að hæfileikum sínum og aðstæðum. Einnig er þeim frjálst að auka einingafjölda sinn til stúdentsprófs og dæmi eru um að einingar fari yfir 200. Með góðu skipulagi geta duglegir nemendur stytt námstímann niður í 3½ eða 3 ár og á það við um hverja brautanna sem er; félagsfræðabraut, málabraut, náttúrfræðibraut og opna braut.

Meginregla er að nemendur séu ekki með fleiri en 6 þriggja eininga áfanga í stundatöflu hverju sinni.

Til þess að geta valið fleiri áfanga í einu þarf nemandi að uppfylla ákveðin skilyrði um fyrri námsárangur. Séu þau skilyrði fyrir hendi getur verið möguleiki á:

a) hraðferðaráföngum þar sem námsefnið er kennt á færri tímum í töflu en venjulega,

b) stunda nám í áfanga þar sem nemandinn er undanþeginn skólasókn (P-áfangi) og

c) kann að vera unnt að bæta áfanga í töflu að lokinni stundatöflugerð.

Hið síðast nefnda er háð því að nemandi hafi a.m.k. lokið 17 einingum og fengið 9 í skólasókn á önnina á undan.

Síðast uppfært 5. mars 2013

Síðast uppfært: 05. mars 2013