Fréttir

HAMRAHLÍÐARKÓRARNIR KALLA Á VORIÐ

Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar vilja hressa fólk með góðri blöndu af vorvítamíni eftir kennaraverkfall og heldur rysjótta tíð. Kórfélagar, sem eru 118 talsins nú í lok vorannar, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni um kl.16.00. Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna. Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a. hljóðfæraleikur og hljóðfærastofa, bangsa- og dúkkuspítali, vísinda- og tilraunastofa, skátahorn, hárgreiðsla og andlitsmálun, ljósmyndastofa og fatamarkaður.. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð. Efnisskrár tónleikanna eiga að vekja með öllum vorhug og sumargleði....

Í dag, 22. apríl, er kennt samkvæmt stundatöflu fimmtudags

Breytt próftafla

Breytt próftafla í vor er aðgengileg hér. Prófað verður viku síðar en áætlað var og standa prófin frá 9. maí til 20. maí að meðtöldum laugardögunum 10. og 17. maí. Uppröðun prófa er óbreytt að því undaskildu að vegna ferðar spænskuáfanga hafa próf í spænsku og frönsku verið færð milli daga. Próftaflan verður fljótlega aðgengileg hverjum nemanda í Innu. Umsóknarfrestur vegna breytinga á próftöflu verður auglýstur síðar.

Kennsla á mánudag 7. apríl

Samningar við kennara hafa verið undirritaðir og verkfalli þar með aflýst. Skóli hefst því á venjulegum tíma á mánudagsmorguninn.

Mánudag 14. og þriðjudag 15. apríl verður skólinn opinn frá 10:00

Mánudag og þriðjudag í dymbilviku, 14. og 15. apríl, verður skólinn opinn frá 10:00. Bókasafn, námsráðgjöf, námstjóraskrifstofa og skrifstofa verða opin til kl. 14:00. Nemendur geta nýtt sér sameiginleg svæði, tölvur og prentara. Hægt er að sækja um aðgang að skólastofum milli 10:00 og 14:00. Nú er um að gera að nýta tímann vel!