Fréttir

Til hamingju stúdentar

Laugardaginn 29. maí voru 174 stúdentar brautskráðir frá skólanum. Dúx skólans þetta vorið var Iris Edda Nowenstein Mathey stúdent af málabraut og semidúx var Árni Johnsen stúdent af náttúrufræðibraut. Alls sjö nemendur luku stúdentsnámi með ágætiseinkunn. Flestum einingum lauk Guðný Ósk Sveinbjörnsdóttir stúdent af félagsfræðabraut með 189 einingar.

Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna mánudaginn 24. maí.

Annan í hvítasunnu, mánudaginn 24. maí, halda Hamrahlíðarkórarnir sumarskemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð undir heitinu Vorvítamín. Að liðnum vetri og loknum prófum fagna kórfélagar sumrinu með söng og gleði.Kórfélagar, sem eru um 120 talsins, halda tvenna tónleika með ólíkum efnisskrám. Þeir fyrri hefjast kl. 14 en hinir seinni kl. 15.45. Það verður opið hús allan eftirmiðdaginn og boðið verður upp á ýmsar uppákomur.Leikjahorn verður fyrir börn, tilraunastofa, kennsla í salsa og margt fleira. Ekkert kostar inn en seldar verða veitingar í hléi milli tónleika. Ágóði af sölu veitinga rennur í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna. Í apríl var Kór Menntaskólans við Hamrahlíð í tónleikaferð í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Hélt kórinn 7 tónleikaá ýmsum stöðum og söng auk þess við messu. Hamrahlíðarkórarnir komu fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í mars síðastliðnum og fluttu verkið "Daphnis et Chloé" eftir Ravel en tónleikarnir voru hluti hátíðarhalda í tilefni af 60 ára afmæli hljómsveitarinnar.  

Nýtt fyrirkomulag á staðfestingu vals.

English translation 1. Miðvikudaginn 19. maí verða einkunnir aðgengilegar í Innu kl. 18:00. Þá geta nemendur staðfest val sitt ef þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar. Öllum nemendum er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá. Fylgist með á heimasíðu MH.2. Ef nemendur þurfa ekki að gera neinar breytingar á vali sínu þá staðfesta þeir valið. Það er gert með því að smella á „Staðfesta val" í Innu. Sjá nánari leiðbeiningar hér!3. Ef nemendur þurfa að breyta valinu þá koma þeir í viðtal til kennara hér í MH.4. Fyrri viðtalstíminn verður fimmtudaginn 20. maí frá klukkan 12:00 til 14:30 og sá seinni föstudaginn 21. maí frá klukkan 11:00 til 12:00. Þá verður lokað fyrir valið.5. Nemendur skili P umsóknum á skrifstofu fyrir klukkan 14:30 þann 20. maí.6. Nemendur sem hófu nám haustið 2009 og þeir sem hófu nám á vorönn 2010 komi til umsjónarkennara sinna. Eldri nemendur koma til þeirra kennara sem verða til viðtals.7. Fimmtudaginn 20. maí verður prófasýning frá klukkan 15:00 til 17:00.8. Prófasýning í Öldungadeild verður sama dag frá klukkan 16:00 til 17:00.Nánari upplýsingar er að finna í Áföngum, upplýsingariti hér á heimasíðu skólans. Ef breyta þarf vali þá er listi yfir þá áfanga sem verða í boði í haust aðgengilegur hér á heimasíðunni. 

Glæsilegur árangur í stærðfræði

Ragnheiður Guðbrandsdóttir náði góðum árangri í lokakeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna og í Norrænu stærðfræðikeppninni.  Í kjölfarið var hún valin í Ólympíulið Íslands í stærðfræði sem fer til Kasakstan í sumar. 

Prófatímabil 3. til 17. maí

Þessa dagana eru próf í dagskólanum. Próftöfluna sjá nemendur í Innu en einnig er hægt að sjá ýmsar upplýsingar varðandi prófreglur, prófstjórn og yfirlitstöflu prófa með því að velja flipann Námið hér að ofan og smella svo á Próf í lista til vinstri. Við minnum nemendur og alla sem eiga erindi til okkar að ganga hljóðlega um á prófatíma svo nemendur í prófum nái að uppskera sem mest.