Fréttir

Haustfrí

Skólinn er lokaður vegna haustfrís föstudaginn 18. og mánudaginn 21. október. Hafið það gott í haustfríinu!

Góður árangur í forkeppni stærðfræðikeppninnar

Við óskum Ásgrími Ara Einarssyni, Emil Kára Magnússyni, Guðna Fannari Kristjánssyni, og Kára Gunnarssyni til hamingju með góðan árangur í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanema sem fram fór 8. október síðastliðinn.  Með góðum árangri hafa þessir nemendur áunnið sér rétt til þátttöku í lokakeppninni sem fram fer í mars á næsta ári. Þess ber að geta að Kári Gunnarsson var í þriðja sæti á neðra stigi og vann til bókaverðlauna. Við óskum honum innilega til hamingju með árangurinn.

Valvika 7-14 október

Allir nemendur sem ætla að stunda nám í skólanum á vorönn 2014 verða að velja áfanga fyrir næstu önn. Valið er bindandi og stendur frá 7.- 14. október. Þess vegna ættu allir að fara að huga að valinu, skoða ”Upplýsingar um val” og áfanga í boði til að glöggva sig á framgangi valsins. Leiðbeiningar um innslátt á vali eru í handbók forráðamanna á heimasíðu MH. Yfirlit yfir brautir og námsferilsblöð skv. nýrri námskrá má nálgast hér.  It is high time to select courses for the spring term 2014. Now you can enter the courses of your choice for next term. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.

Aðalfundur Foreldraráðs MH kl. 20 miðvikudaginn 9. okt.

Aðalfundur Foreldraráðs MH verður miðvikudaginn 9.okt kl 20 í stofu 11.   Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf eins og skýrsla stjórnar og kosning stjórnar. Fræðsluerindi kvöldsins er um Núvitund og kynnir Bryndís Jóna Jónsdóttir notkun gjörhygli til að minnka árekstra í samskiptum foreldra og unglinga. Allir foreldrar nemenda í MH velkomnir.

Silfurverðlaun í hjólað í skólann

MH hlaut silfurverðlaun í keppninni hjólað í skólann í flokki skóla með yfir 1000 nemendur og starfsmenn. Verðlaunaafhending Hjólum í skólann var föstudaginn 27. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veitt voru verðlaun fyrir flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildar fjölda nemenda og starfsmanna í skólanum og fengu þrír efstu framhaldsskólarnir í hverjum flokki viðurkenningu fyrir sinn árangur. Vel gert MH-ingar! Karen Björk Eyþórsdóttir forseti NFMH og duglegustu hjólagarparnir Sigurrós Eggertsdóttir  og Urður Steinunn Önnudóttir Sahr með verðlaunaskjöld MH.