Fréttir

Valvika 1. mars til 7. mars

Valið hefst mánudaginn 1. mars og því lýkur sunnudaginn 7. mars. Umsjónarfundur vegna valsins verður haldinn miðvikudaginn 3. mars klukkan 11:10. Upplýsingar um áfangaframboð fyrir haustönn 2010.Áfangar, leiðbeiningar um framkvæmd á vali. 

Opið hús fyrir grunnskólanema 18. mars kl. 17:30 - 20:00

Fimmtudaginn 18. mars verður opið hús í MH  frá kl. 17:30-20:00 fyrir grunnskólanema og foreldra þeirra. Upplýsingar um umsókn um skólavist, inntökuskilyrði námsbrauta og viðmiðunarreglur MH við inntöku nýnema má finna í valstikunni hér efst til vinstri. Meira um opna húsið...

Nemendur skora kennara á hólm

Lagningardagar verða í næstu viku og nemendur hafa skorað kennara á hólm í nokkrum örkeppnum í þessari viku, svona til þess að hita liðið upp.Fyrsta keppnin var í dag þegar hagyrðingar meðal kennara og nemenda tókust á í spennandi keppni sem sjá má brot úr hér.Á þriðjudegi verður keppt í tvíliðaleik í badminton kl. 15:30, fótbolta á miðvikudegi kl. 15:30, körfubolta á fimmtudegi kl. 15:30 og skák á föstudegi kl. 12:10.

Miðannarmat/Midterm evaluation

Í vikunni 15. til 19. febrúar meta kennarar ástundun nýnema (þeirra sem eru fæddir 1993 eða síðar) og leggja mat á hvernig nemandinn hefur unnið í hverjum áfanga hingað til. Nemandinn og forráðamenn hans/hennar geta skoðað niðurstöður miðannarmatsins í Innu.At this time, well before the exams, Menntaskólinn við Hamrahlíð attempts to evaluate how well our youngest students (born in 1993 or later) are working. The results of the evaluation will be accessible in Inna.  

Lagningardagar 17. til 19. febrúar

Lagningardagar verða hér í MH 17. – 19. febrúar. Þá fellur niður hefðbundin kennsla og ýmsir skemmtilegir viðburðir verða, s.s. fyrirlestrar, námskeið og skapandi starf. Nemendur þurfa að mæta í skólann þessa daga samkvæmt eftirfarandi fyrirkomulagi:Attendance during Lagningardagar (17th, 18th and 19th of February):