Fréttir

Próf haustannar / Fall Exam Schedule

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingar Próftafla hvers og eins nemanda er nú aðgengileg í Innu. Tengill á próftöflu birtist í vallista vinstra megin þegar komið er inn í Innu. Einnig er tengill efst til vinstri þegar farið er inn í stundatöflu.  Próftafla haustannar 2009 er einnig aðgengileg á heimasíðu skólans undir Námið – Próf – Próftafla. Umsóknir nemenda um breytingar á próftöflu þeirra þurfa að berast Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (gud@mh.is) fyrir föstudaginn 6. nóvember.

Valvika /Course Selection

Valvika hefst þann 26. október, þá verður opnað fyrir val nemenda í Innu. Valvika stendur til 30. október. Lokað verður fyrir aðgang nemenda að vali að morgni 2. nóvember. Umsjónarfundur verður haldinn 28. október í tímanum kl. 11:10 – 12:10. Áfangaframboð er aðgengilegt á heimasíðu undir: nám – útgáfur – áfangaframboð. Nánari leiðbeiningar um valið eru aðgengilegar á heimasíðu undir: nám – útgáfur – áfangar.Course Selection for Spring Term is coming up. This can be done on Inna from Oct 26 to Nov 2nd. List of courses Oct 28 from 11:10 to 12:10 you are required to meet with your supervising teacher to go over your options and questions. 

Prófasýning og einkunnir í Öldungadeild

Að lokinni fyrri kennslulotu í Öldungadeild verður opnað fyrir einkunnir í Innu, fimmtudaginn 22. október kl:14:00.Prófasýning verður þennan sama dag kl: 16:15 - 17:15 í þeim kennslustofum sem áfangarnir voru kenndir í.

Á slóðum Njálu

Í dag eru rúmlega 100 nemendur og 4 kennarar ÍSL4036 á Njáluslóðum.