Umhverfismál

Stefna, markmið og aðgerðaáætlun

MH hefur sett sér umhverfis- og loftslagsstefnu sem og markmið og aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2020-2023.

Gráir dagar - svifryksmengun

MH hvetur starfsfólk og nemendur til að fylgjast með svifryksmengun í Reykjavík og grípa til ráðstafana þegar stefnir í mikla mengun eða „gráa daga“. Þá er upplagt að skilja bílinn eftir heima og nýta almenningssamgöngur. Umhverfisstofnun veitir upplýsingar um loftgæði á Íslandi og hér er tengill á síðu stofnunarinnar um þau mál: Loftgæði á Íslandi (opnast í nýjum glugga).

Verkefni tengd umhverfismálum

Skólinn tekur þátt í tveimur verkefnum sem tengjast umhverfismálum.

Annars vegar er um að ræða verkefnið Græn skref (opnast í nýjum glugga) sem Umhverfisstofnun skipuleggur fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni og efla umhverfisvitund starfsmanna. Grænu skrefin eru 5 talsins og hefur MH stigið fjögur þeirra. MH náði fyrsta skrefinu um miðjan febrúar 2021, öðru 3. nóvember, því þriðja 20. desember 2021 og fjórða skrefið var stigið 4. nóvember 2022. 

Hitt verkefnið er sniðið að nemendum og ber nafnið Skólar á grænni grein (opnast í nýjum glugga), oft kallað Grænfánaverkefni. Það er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education. Skólar á grænni grein stíga 7 skref í umhverfismálum og þegar því marki er náð fá skólarnir leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár. Sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi. Grænfáninn var fyrst dreginn að húni í MH í febrúar 2016 og í annað sinn í nóvember 2019.

Grænt bókhald

Skólinn færir grænt bókhald á hverju ári. Það veitir margvíslegar upplýsingar um kaup skólans á vörum og þjónustu og þar er kolefnisspor skólans reiknað. Grænt bókhald er hjálpartæki til að setja markmið um minni losun gróðurhúsalofttegunda. 

Niðurstöður græns bókhalds í MH fyrir árið 2022 og samanburð við fyrri ár má finna í þessu skjali: Grænt bókhald 2022.

 
Síðast uppfært: 02. júní 2023