Fréttir

Útskrift

Útskrift verður föstudaginn 21. desember kl 16:00. Reikna má með að útskriftin taki u.þ.b. 2 tíma. Kvöldið áður (20. des.) er æfing stúdentsefna kl. 18:00 á sal. Mikilvægt er að öll stúdentsefni mæti. 

Staðfestingardagur

Nemendur geta séð einkunnir sínar í Innu að kvöldi 17. desember, daginn fyrir staðfestingardag Dagskrá staðfestingardags: Kl. 12:30 Afhending einkunna og staðfesting á vali í dagskóla. Listi yfir umsjónarkennara og stofur hangir á töflu við stofu 34.Kl. 14:00 – 15:00 Prófasýning dagskóla.Kl. 16:30 – 17:30 Afhending einkunna og prófasýning í öldungadeild. Allir nemendur dagskóla sem ætla að stunda nám á vorönn eiga að mæta á staðfestingardegi til þess að fá einkunnablað, skoða próf og staðfesta val sitt. Upplýsingar um staðfestingardag (tímasetningar og fleira) eru í ritinuÁfangar á staðfestingardegi .

Dimissjon

Í morgun buðu stúdentsefni starfsfólki skólans í glæsilegan morgunverð á Matgarði. Þau kvöddu síðan skólann með skemmtun á sal um hádegisbilið og leggja nú í próflestur.Nokkrar myndir frá dimissjónskemmtun má sjá í myndasafni ef smellt er á mynd augnabliksins hér til hægri.

Frá Prófstjóra

Próftafla og umsóknir nemenda um breytingarPróftafla haustannar 2007 er aðgengileg á heimasíðu skólans undir Námið – Próf – Próftafla. Umsóknir nemenda um breytingar á próftöflu þeirra þurfa að berast Guðmundi Arnlaugssyni prófstjóra (gud@mh.is) fyrir 16. nóvember.