01.03.2011
Búið er að opna fyrir val fyrir haustönn 2011. Vali á að vera lokið þann 14. mars. Áfangar
með lýsingu á framgangi valsins og áfangaframboð hefur nú þegar verið sett
á heimasíðu MH.
It is high time to select courses for the autum term 2011.
Now you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Monday March 14th. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.
21.02.2011
Laugardaginn 19. febrúar fór fram á ensku ræðukeppni ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Að keppninni stóðu ESU, The English-Speaking Union
of Iceland, í samvinnu við sendiráð enskumælandi landa á Íslandi og FEKÍ, félag enskukennara á Íslandi.
Keppnin var mjög jöfn en að endingu urðu dómarar sammála um að veita sameiginleg fyrstu og önnur verðlaun sem féllu í skaut Hildar
Hjörvar MH og Sigríðar Maríu Egilsdóttur VÍ. Hildur og Sigríður fara til Lundúna í maí og keppa þar við jafnaldra
sína víðsvegar að úr heiminum að lokinni nokkurra daga þjálfunar og menningardvöl.
21.02.2011
Nemendur frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og Menntaskólanum í Reykjavík báru sigur úr býtum í HR
áskoruninni sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við Háskóladaginn.
Á heimasíðu HR segir m.a. um keppnina „Áskorunin í ár fólst í því að hanna og smíða gosþjón sem
notar a.m.k. 20 aðgerðir (með svokölluðum dómínóáhrifum) til þess að hella gosi úr flösku á tilsettum tíma.
Keppnin reynir verulega á tæknilegt innsæi, hugmyndaflug og úrræðasemi“