Persónuverndarstefna

Menntaskólinn við Hamrahlíð (hér eftir nefndur MH eða skólinn) ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram hjá skólanum. Lögð er áhersla á að vinnsla upplýsinganna sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem tóku gildi 15. júlí 2018.

Persónuupplýsingar eru upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings. Upplýsingar sem eru ópersónugreinanlegar teljast ekki persónuupplýsingar. Um nánari skilgreiningu á því hvað teljist persónuupplýsingar og hvað teljist viðkvæmar persónuupplýsingar vísast til 2. og 3. tl. 3. gr. laga nr. 90/2018.

Persónuverndarstefna MH skiptist í ytri og innri stefnu. Ytri stefnan beinist eingöngu að nemendum skólans og forráðamönnum þeirra og er birt á heimasíðu skólans. Innri stefnan beinist að starfsmönnum. Markmið hennar er að upplýsa starfsmenn um hvernig skólinn vinnur með persónuupplýsingar um þá. Innri stefnan er aðgengileg starfsmönnum á sameiginlegu svæði þeirra á Teams.

Markmið ytri persónuverndarstefnu MH er að upplýsa nemendur og forráðamenn um hvernig skólinn vinnur með persónuupplýsingar um nemendur, hvers vegna hann safnar upplýsingum um hinn skráða, í hvaða tilgangi og hvað er gert við þær. Rétti einstaklings varðandi persónuupplýsingar er lýst og honum bent á úrræði óski hann eftir upplýsingum eða hann telur á sér brotið.

MH leitast við að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem skólinn vinnur með hverju sinni. Persónuverndarstefna skólans kann því að taka breytingum í kjölfar reglubundins eftirlits og úttekta. Breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu uppfærðrar stefnu á vefsíðu skólans, mh.is.

Persónuverndarfulltrúi MH er Halldóra S. Sigurðardóttir. Netfang: personuvernd@mh.is.

Ytri persónuverndarstefna MH inniheldur eftirtalda kafla:

Vinnsla persónuupplýsinga

Hvers konar persónuupplýsingar vinnur MH með, um hverja og í hvaða tilgangi?

Hvaðan koma persónuupplýsingarnar?

Varðveisla persónuupplýsinga og afhending til þriðja aðila

Öryggismyndavélar (rafræn vöktun)

Öryggi upplýsinga

Réttur einstaklinga og eftirlit

Eyðublað á pdf-formi fyrir athugasemdir eða beiðni um upplýsingar

Síðast uppfært: 14. júní 2023