Gulur september

Skólinn tekur þátt í Gulum september, vitundarvakningu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir og nú á miðvikudaginn, 10. september, er gulur dagur (gulurseptember.is), alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna. Við hvetjum alla til að klæðast gulu þann dag. Á menntaskólaárunum glímum við við ýmsar áskoranir, sjálfsmyndin er í mótun og tilfinningalífið oft flókið. Það er eðlilegt að líða alls konar og við hvetjum ykkur til að nýta ykkur sterka stoðþjónustu skólans og kynna ykkur stuðningsúrræði utan skólans.
Við berum sameiginlega ábyrgð á því að skólinn sé staður þar sem öll fái að njóta sín og líða vel. Sýnum hverju öðru virðingu og vinsemd og tökum samtalið ef við höfum áhyggjur af vini.