Fréttir

Valkynning á Miklagarði

Í dag, föstudag, hefst valvikan formlega með áfangakynningum á Miklagarði. Kennarar og aðrir kynna áfanga sem verða í boði á næstu vorönn og er úrvalið ótrúlegt. Áfangahlaðborðið verður til sýnis milli kl. 9:00 og 12:00 í dag en valvikan stendur yfir til og með mánudeginum 9. október. Listi yfir áfanga sem eru í boði má finna hér undir valhnappnum og þar er einnig að finna kynningar á valáföngum næstu annar og ýmsar gagnlegar upplýsingar þegar kemur að því að velja.

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema

Stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fer fram á sama tíma í öllum framhaldsskólum landsins, þriðjudaginn 3. október kl. 8:20. Þau sem standa sig vel í forkeppninni fá að taka þátt í úrslitakeppni sem fer fram í mars. Allir framhaldsskólanemendur geta tekið þátt þar sem keppt er í tvennu lagi, nýnemar keppa á neðra stigi, aðrir nemendur keppa á efra stigi.

Brunaæfing

Viðbragðsflýtir MH-inga var prófaður í gær með því að setja í gang brunaæfingu. Brunaæfing er hluti af því að allt starfsfólk og nemendur kynni sér útgönguleiðir út úr skólanum, ef eitthvað óvænt kemur upp á inni í skólanum. Á skólanum eru margir útgangar og hluti af æfingunni er að vita út um hvaða útgang má fara. Söfnunarsvæði skólans er við vesturenda hans og þar tók rektor á móti öllum og hrósaði fyrir vaska útgöngu.

Það er ball í kvöld

Nýnemadansleikur verður í kvöld, 14. september á Hvalasafninu á Granda. Húsið opnar kl. 22:00 og lokar 23:00 og ballinu lýkur kl. 01:00. Miðasala stendur yfir og þurfa allir sem kaupa miða að nálgast armbönd hjá nemendastjórninni á Matgarði. Nánar má lesa um ballið í póstum sem sendir hafa verið út frá félags- og forvarnarfulltrúa skólans og frá NFMH.

Takk fyrir komuna

Foreldrar og forsjáraðilar nýnema haustannar 2023 mættu í MH í gærkvöldi. Rektor tók á móti gestunum og svo var fylgt fyrirfram útgefinni dagskrá sem endaði með kórsöng þar sem nýir kórmeðlimir fengu líka að spreyta sig. Eftir samveru á sal fóru allir í kennslustofur með lífsleiknikennurum og fengu ítarlegri kynningu þar á því sem nýnemar MH eru að gera. Í lokin var boðið upp á kaffi og kleinur og margir gamlir MH-ingar gengu um húsið og rifjuðu upp gamla tíma. Takk fyrir komuna.