Fréttir

Dimissjón

Í morgun buðu dimitantar kennurum í morgunverð á Matgarði og kl. 11:10 kveðja þau skólann með skemmtun á Miklagarði. Gangi ykkur vel í síðustu prófatörninni dimitantar!

Skráning í stöðupróf er hafin

Stöðupróf á vegum menntamálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð 29.nóv. til 1. des. Nánari upplýsingar má finna undir Stöðupróf í valmynd hér til vinstri.