Úrsögn úr áfanga

Ef nemandi óskar eftir að segja sig úr áfanga eftir að stundatöflur hafa verið birtar í byrjun annar, getur hann gert það á eftirfarandi hátt: 

  • Gegnum töflubreytingar í Innu
    Nemendur geta sagt sig úr áfanga í gegnum töflubreytingar í Innu eða hjá námstjórum, áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjöfum meðan töflubreytingar standa yfir í byrjun annar. Tímasetningar eru auglýstar nánar á forsíðu heimasíðu skólans

  • Hjá náms- og starfsráðgjafa:  
    Eftir að töflubreytingum lýkur geta nemendur sagt sig úr áfanga hjá náms- og starfsráðgjafa fram að lokadegi sem er auglýstur á heimasíðunni og á almanaki annarinnar. Sú úrsögn kemur fram á ferli nemenda og telst sem seta í áfanga. Nemendur mega sitja sama áfanga þrisvar sinnum. 

Eftir 5 kennsluvikur fara áfangastjóri og náms- og starfsráðgjafar yfir mætingar hjá þeim sem eru ekki með góða ástundun og ræða við kennara um áframhaldandi setu nemandans í áfanganum. Það ferli gæti endað með úrsögn úr áfanga. 

Sama er gert eftir 10 kennsluvikur skv. reglum um skólasókn.

Síðast uppfært: 04. febrúar 2021