Samgöngustefna

Samgöngustefna Menntaskólans við Hamrahlíð

Menntaskólinn við Hamrahlíð vill leggja sitt af mörkum til að minnka mengun sem hlýst af samgöngum. Skólinn vill stuðla að því að starfsfólk og nemendur noti umhverfisvænan og heilsusamlegan ferðamáta til og frá vinnu/skóla. Samgöngustefna MH tengist þátttöku skólans í verkefnum á sviði umhverfismála, Grænum skrefum og Skólum á grænni grein, sem og verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.

Markmið

 • Að efla vitund starfsfólks og nemenda um umhverfisvænar samgöngur og mikilvægi umhverfisverndar.
 • Að stuðla að umhverfisvænum ferðamáta; hvetja starfsfólk og nemendur til að nýta almenningssamgöngur, hjóla eða ganga til vinnu/í skólann.
 • Að stuðla að heilbrigðari lífsháttum og bæta líðan nemenda og starfsfólks.
 • Að gera umhverfi skólans vistvænna.

Leiðir

 • Skólinn gerir samgöngusamning við starfsfólk sem notar umhverfisvænan samgöngumáta í 80% tilvika, til og frá vinnu.
 • Skólinn hvetur starfsfólk og nemendur til að taka þátt í átakinu Hjólað í vinnuna, í Lífshlaupinu og bíllausa deginum.
 • Skólinn tryggir góða aðstöðu innanhúss fyrir starfsfólk sem hjólar til og frá vinnu og hjólaskýli utandyra fyrir nemendur.
 • Skólinn býður upp á fjarfundi (t.d. á starfsmannafundum) til að fækka ferðum til og frá vinnustað.
 • Þegar pantaðir eru leigu-, bílaleigu- eða hópferðabílar skal óskað eftir vistvænum bílum.
 • Skólinn stendur fyrir fræðslu og kynningum á valkostum um umhverfisvænar samgöngur.

Við hvetjum gesti til að mæta með umhverfisvænum hætti í MH. Hjólaskýli er við vesturhlið skólans og fjöldi strætisvagna stansar nálægt skólanum:

 • Númer 13 stansar í Hamrahlíð
 • Númer 1, 3 og 6 stansa við Miklubraut/Hlíðar
 • Númer 4 stansar við Kringlumýrarbraut
 • Númer 57 stansar við Kringlumýrarbraut/Miklubraut/Hlíðar
Síðast uppfært: 19. janúar 2022