Mat á einingum í tónlist

Nám í tónlist frá viðurkenndum tónlistarskólum er metið á eftirfarandi hátt:

1.   Miðpróf:  Ef nemandi hefur lokið miðprófi á hljóðfæri eða í söng getur nemandinn fengið allt að 10 einingar í hljóðfæraleik metnar.  Aðeins er unnt að fá miðpróf metið á eitt hljóðfæri eða söng.  Nemandi sem hefur lokið miðprófi á tvö hljóðfæri eða söng fær aðeins annað metið eða 10 einingar.

2.   Framhaldsnám í tónlist er metið í eftirfarandi greinum í samræmi við tónlistarnám á tónlistarbraut við MH:

            Hljóðfæraleikur/söngur, hljómfræði, tónheyrn og tónlistarsaga.

3.   Einingar sem metnar eru fyrir tónlistarnám má setja í frjálst val náttúrufræðibrautar, opinnar brautar, félagsfræðibrautar og  málabrautar allt að 25 einingum.  Á opinni braut er auk þess unnt að hafa fjórðu kjörgreinina sem tónlistargrein.  Til þess þarf nemandi að hafa lokið 15 einingum í einni grein innan tónlistarinnar, t.d. 15 einingar í hljóðfæraleik, en ekki er unnt að blanda tónlistargreinum saman í kjörgrein.

 

Til skýringa.

Á náttúrufræðibraut er frjálsa valið 25 einingar og getur nemandi á náttúrufræðibraut mest fengið 25 einingar í tónlist metnar inn á brautina.  Hafi nemandi lokið fleiri einingum í tónlist koma þær sem viðbótareiningar umfram 215 eininga lágmarkið.  Ekki er sjálfgefið að umframeiningar í tónlist komi fram á stúdentsskírteini.  Um það þarf að sækja sérstaklega.

Á félagsfræðibraut og málabraut er frjálsa valið 45 einingar en af þeim geta mest 25 einingar verið fyrir tónlist.  Þær 20 einingar sem eftir eru í frjálsa valinu verður nemandinn að taka af námsframboði MH.  Hér gildir sem áður að hafi nemandi lokið fleiri en 25 einingum í tónlist þá koma þær sem viðbótareiningar umfram 215 eininga lágmarkið.

Á opinni braut er frjálsa valið 25 einingar sem unnt er að ráðstafa í tónlist. Auk þess er hægt að hafa fjórðu kjörgreinina í tónlist sem gefa 15 einingar í viðbót.  Í heildina getur nemandi á opinni braut því fengið 40 einingar í tónlist metnar inn á brautina.

Í tónlistarskólum taka nemendur fleiri greinar en þær sem hér eru taldar, t.d. kammer eða sinfóníuhljómsveit.  Einingar sem nemendur fá fyrir þessar greinar í tónlistarskólum eru ekki metnar í MH frekar en áður hefur verið.

Síðast uppfært: 06. nóvember 2018