Mat á landsliðsverkefni í íþróttum

Nemendur sem hafa keppt/keppa fyrir landslið Íslands (yngri- og eldri flokka landslið) geta sótt um að fá landsliðsverkefni metin til eininga. Hver eining felur í sér 18-24 klst. vinnu.

Aðeins er hægt að sækja um mat á verkefnum sem hafa  verið unnin á viðkomandi almanaksári. Mögulegt er að fá að hámarki 4 einingar metnar fyrir landsliðsverkefni.

Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsókn: 

  1. Tilgreina hvert landsliðsverkefnið er og helstu dagsetningar.
  2. Staðfesting þjálfara og sérsambands á að viðkomandi hafi keppt fyrir hönd Íslands ásamt áætluðum tímafjölda sem verkefnið fól í sér, þ.e. bæði tímafjölda tengdum landsliðsæfingum og keppni.

Umsókn skal skila til fagstjóra íþrótta sem metur umsóknina og skilar tillögu að mati til konrektors.

Umsóknareyðublað

 

Síðast uppfært: 27. september 2021