26.04.2013
Um nokkurra ára skeið hefur Eðlisfræðifélag Íslands veitt efnilegustu nemendum HÍ og HR hvatningarverðlaun, einum úr hvorum skóla.
Sigtryggur Hauksson fyrrverandi nemandi í MH var HÍ nemandinn sem fékk þessa viðurkenningu á síðasta aðalfundi
Eðlisfræðifélagsins. Til hamingju Sigtryggur!
23.04.2013
Sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 25.apríl, halda kórarnir í Hamrahlíð undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur upp á sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórfélagar kalla skemmtunina
Vorvítamín.
Kórfélagar, sem eru 111 talsins á þessari vorönn, halda tvenna tónleika. Þeir fyrri hefjast kl.14.00 og hinir seinni hefjast um kl.16.00.
Á milli tónleikanna og á eftir verða seldar kaffiveitingar en ágóði af sölu veitinga renna í ferðasjóð
Hamrahlíðarkóranna.
Þá verða ýmis skemmtiatriði og uppákomur m.a.leikir fyrir
börn,bangsa- og dúkkuspítali, hljóðfærastofa, vísinda- og
tilraunastofa, ljósmyndastofa og fatamarkaður.
Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir að syngja inn vorið með kórunum í Hamrahlíð.
Efnisskrár tónleikanna eiga að vekja með öllum vorhug og sumargleði. Þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra og m.a. verða flutt
nokkur sumar- og ættjarðarlög, sem allir ættu að geta sungið með kórunum.
22.04.2013
Ásdís María Ingvarsdóttir og Oddur Ingi Kristjánsson færðu MH sigur í Söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri um helgina.
Ásdís María söng lagið Pink Matter með Frank Ocean og Oddur Ingi, sem endurgerði lagið, lék undir á tölvu. Hér er tengill í frétt á mbl.is. Til hamingju Ásdís María og Oddur
Ingi!
08.04.2013
Laugardaginn 6. apríl var haldin árleg keppni Félags frönskukennara og Sendiráðs Frakklands á Íslandi. Um er að ræða keppni
framhaldsskólanema sem senda inn stutt myndbönd þar sem þau tjá sig á frönsku. Í ár var þemað ÁSTIN. Vinningshafi
var Gríma Eir Geirs Irmudóttir nemandi í FRA603. Til hamingju Gríma Eir!