Fréttir

Brautskráning haust 2018

Brautskráðir voru 130 nemendur frá skólanum af sex námsbrautum. Brautskráðir voru 25 af félagsfræðabraut, 1 af listdansbraut, 8 af málabraut, 25 af náttúrufræðibraut, 70 af opinni braut og 1 af tónlistarbraut. Stúlkur eru í drjúgum meirihluta, þ.e. eru 60% móti 40% pilta. Sex nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans, Melkorka Gunborg Briansdóttir, með einstakan árangur, þ.e. 9,91 í meðaleinkunn sem er önnur til fjórða hæsta einkunn í sögu skólans en hún lauk jafnframt 281 einingu. Melkorka hlaut auk þess viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í félagsgreinum, sögu og þýsku. Semidúx var Hugi Kjartansson sem útskrifast af opinni braut með áherslu á stærðfræði og íslensku með 9,30 í meðaleinkunn. Nemendur með ágætiseinkunn voru: Aróra Erika Luciano og hlaut viðurkenningur fyrir ágætan námsárangur í frönsku. Kjartan Skarphéðinsson og hlaut hann jafnframt raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík og viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í jarðfræði. Steinunn Björg Hauksdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætiseinkunn á stúdentsprófi. Tristan Ferrua Edwardsson og hlaut hann jafnframt viðurkenningu frá Stærðfræðingafélagi Íslands fyrir ágætan námsárangur í stærðfræði. Aðrir nemendur sem fengu viðurkenningu voru: Agata Jóhannsdóttir; jarðfræði Anna Soffía Grönholm; líffræði Davíð Örn Auðunsson; efnafræði Snorri Freyr Vignisson; danska Sóley Dúfa Leósdóttir; myndlist Valgerður Birna Jónsdóttir; íslenska Þorsteinn Sturla Gunnarsson; enska Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Kári Arnarsson og Melkorka Gunborg Briansdóttir. Við athöfnina frumfluttu nýstúdentar úr Kór Menntaskólans við Hamrahlíð tónverkið „Kulda“ eftir Iðunni Einarsdóttur sem útskrifaðist frá MH sl. vor.

Opnun skrifstofu yfir jólahátíðirnar

Þann 28. desember nk. er skrifstofa skólans opin 10:00-14:00. Skrifstofan verður opnuð 3. janúar á nýju ári kl. 10:00. Gleðilega hátíð og njótið jólanna með fjölskyldu og vinum.

Brautskráning föstudaginn 21. des. kl. 14:00

Brautskráning fer fram föstudaginn 21. desember kl. 14:00. Alls verða brautskráðir 130 nemendur af sex námsbrautum. Dagskráin verður fjölbreytt samkvæmt hefðinni og verður m.a. boðið upp á tónlistarflutning nemenda, nýstúdenta og kórs Menntaskólans við Hamrahlíð.

Staðfestingardagur / Course selection day

Þann 19. desember er staðfestingardagur. Einkunnir verða birtar eftir kl. 16:00 þriðjudaginn 18. desember. Dagskrá staðfestingardags er eftirfarandi: Viðtalstímar valkennara verða frá 10:00 - 11:00 Prófasýning verður frá 11:15 - 12:15. Nemendur eru hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til þess að skoða prófin því eftir þennan tíma fara prófin í geymslu. Staðfestingu og nauðsynlegri lagfæringu á vali þarf að vera lokið kl. 14:00 og skila þarf inn P-umsóknum fyrir kl. 14:00. Hægt er að sækja um P á heimasíðunni. Athugið að ekki verður hægt að sækja um P-áfanga í janúar. Áfangar sem falla niður vor 2019: EÐLI4CV05, FÉLA3CS05, ÍSLE3CP05, HÚSS3BF05, ÍTAL2EE05, JAPA2DD05, LEIK3CS05, SAG3CU05, SPÆN2EF05, STÆR2BH05, STÆR3CQ05 RÚSS1AA05, RÚSS1BB05 Grades will be published in INNA Monday 19th of Dec. at 16.00. Timetable on course selection day Wednesday Dec. 19th: Teachers assisting with course selection will be available from 10:00 - 11:00. Viewing of exams is possible from 11:15 - 12:15. Students are encouraged to use this opportunity to view the exams. Confirmation or adjustment of the course selection for spring semester has to be completed by 2 o´clock.

Hátt hlutfall MH-inga með 10 í skólasóknareinkunn

Á haustönn 2018 voru 500 nemendur með 10 í skólasóknareinkunn eða 43% nemenda. Til að fá 10 í skólasóknareinkunn þurfa nemendur að vera með a.m.k. 95% skólasókn. Tæplega 800 nemendur voru með 90% skólasókn og er það mjög jákvæð niðurstaða og sýnir hversu einbeittir nemendur eru að mæta vel í skólann. Alls voru 45 nemendur með óaðfinnanlega skólasókn, þ.e. mættu 100% í alla tíma yfir önnina. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góða skólasókn á haustönn.

Lið MH keppti í Nýsköpunarhraðli framhaldsskólanema

Um helgina fór fram úrslitakeppni Mennta Maskínu sem er nýsköpunarhraðall framhaldsskólanema. Í þetta skiptið var áhersla sett á nýsköpun í velferðatækni. Teymi voru mynduð í framhaldskólunum sem unnu saman að því að finna tækifæri á sviði velferðartækni, fóru í gegnum hönnunarsprett þar sem lausnin þeirra var skoðuð frá öllum sjónarhornum og þróuðu að lokum frumgerð í Fab Lab Reykjavík. Í liði MH sem tók þátt voru Orri Starrason, Hekla Aradóttir, Fannar Þór Einarsson, Stefán Logi Baldursson og Þorsteinn Sturla Gunnarsson sem stóðu sig mjög vel en liðið sem vann kom frá Tækniskólanum. Lið MH naut leiðsagnar Jóns Ragnars Ragnarssonar hagfræðikennara.