U-áfangar

Nemendum getur gefist kostur á svonefndum U-áföngum. Þá fær nemandi leyfi til þess að gangast undir próf í áfanga í fjórða sinn, án setu í áfanganum.

Falli nemandinn í þriðja sinn í sama áfanga er honum/henni skylt að ræða við áfangastjóra um möguleika þess að gangast undir lokaprófið í fjórða sinn án setu í áfanganum, enda hafi fyrri ástundun og verkefnaskil verið fullnægjandi og ekki sé liðið meira en ár frá seinni próftilrauninni.

Úrsögn úr áfanga eftir fyrstu viku annar telst sem fall.

Hér er hægt er að nálgast umsókn um U-áfanga

Nýtt vorönn 2020: Nemendur fá leyfi til að sitja í áfanga í þriðja sinn.  Ef nemandi fellur aftur þá tekur U-heimild við skv. lýsingu hér að ofan eða fjarnám í öðrum skóla.

 

Síðast uppfært: 19. maí 2020