Skipulag skólastarfs

Skólaárið skiptist í tvær annir, haustönn og vorönn. Kennslutímabil hvorrar annar er 15 vikur og prófatímabil er tvær vikur í lok annar. Starfsdagar skóla, þ.e. kennslu- og prófadagar eru 180 talsins.

Skólastarf hefst ekki fyrr en 18. ágúst ár hvert og því lýkur eigi síðar en 31. maí. Brautskráning fer fram í 18. viku hvorrar annar, yfirleitt á laugardegi á vorönn en á virkum degi á haustönn.

Kennarar og nemendur fá nýja stundatöflu á hverri önn. Hér er nánari lýsing á stundatöflu skólans.

Haustönn er ávallt brotin upp nálægt miðjum október með haustfríi, tveimur frídögum.

Vorönn er brotin upp í febrúar með tveggja daga tilbreytingu sem við köllum lagningardaga. Hér er nánari lýsing á skipulagi þeirra.

Jólaleyfi er að jafnaði frá 21. desember til 3. janúar. Páskaleyfi er frá mánudegi í dymbilviku til þriðjudags á eftir öðrum páskadegi, þ.e. skóli hefst á miðvikudegi eftir páska.

Síðast uppfært: 26. janúar 2023