Velkomin öll í MH
23.06.2023
Í gær fengu nýir MH-ingar, sem eru að koma beint úr grunnskóla, að vita að þau væru komin inn í MH. Í dag var sendur út póstur þar sem helstu upplýsingar er að finna og má einnig lesa hann hér á heimasíðunni undir skólinn. Greiðsluseðlar fyrir skólagjöldum munu birtast á næstu dögum í heimabanka forsjáraðila nýnemanna. Hafið það gott í sumar og velkomin í MH - sjáumst 17. ágúst á nýnemadegi hér í MH.