Fréttir

Velkomin öll í MH

Í gær fengu nýir MH-ingar, sem eru að koma beint úr grunnskóla, að vita að þau væru komin inn í MH. Í dag var sendur út póstur þar sem helstu upplýsingar er að finna og má einnig lesa hann hér á heimasíðunni undir skólinn. Greiðsluseðlar fyrir skólagjöldum munu birtast á næstu dögum í heimabanka forsjáraðila nýnemanna. Hafið það gott í sumar og velkomin í MH - sjáumst 17. ágúst á nýnemadegi hér í MH.

Opnunartími skrifstofu MH í sumar

Skrifstofa skólans verður opin 9:00-14:00 (lokað 12:00-12:30) 19.-22. júní. Skrifstofan er lokuð frá og með 23. júní og opnar aftur eftir sumarfrí 9. ágúst kl. 10:00.