Fréttir

Grauturinn góði

Hafragrauturinn er kominn til baka eftir Októberlotuna. Hafragrautur er spónamatur og grautartegund. Hann er eldaður með því að sjóða saman valsaða hafra og vatn og oftast er salti bætt við til að auka bragð. Meira má lesa um hafragraut á Wikipedia.
Lesa meira

Rúv núll - að ferðast inn í framtíðina

Í dag kemur Snærós Sindradóttir og tala við okkur um það hvernig ungt fólk neytir menningar og afþreyingarefnis og hvernig fjölmiðlar gætu farið að því að tortíma sjálfum sér. Áhugavert og gaman að komast að því.
Lesa meira

Nýsköpunarlandið Ísland

Viðburður dagsins kemur frá Helgu Valfells, framkvæmdastjóra Crowberry Capital. Hún mun varpa upp spurningunni: "Hvernig búum við til alþjóðleg tæknifyrirtæki frá Íslandi". Endilega kíkið við á Miklagarði og takið þátt í framtíðinni með okkur. En á tækniöld getur allt gerst. Fyrirlesarinn var að koma frá útlöndum í gær en síminn hélt sig áfram við annað tímabelti. Það varð til þess að viðburður dagsins féll því miður niður og þykir fyrirlesaranum það mjög leitt og biðst innilegrar afsökunar á því. Kannski getum við sagt að þarna minnti tæknin á sig og hvers hún er megnug.
Lesa meira

Bollakökur

Otkóberlotan er í fullum gangi og viðburður dagsins var í höndum handritshöfundanna Birkis Blæs og Jónasar Margeirs þar sem þeir leiddu okkur í sannleikann um það hvernig ein setning verður að sjónvarpsþætti. Meðan sumir framleiða sjónvarpsþætti eru aðrir að baka og nemendur í hússtjórn fengu að spreyta sig á bollakökugerð þar sem hugmyndaflugið fékk að njóta sín í skreytingum með kremi og sykurmassa. Hver veit nema einhvern tímann verði gerð sjónvarpsþáttaröð um bollakökugerð í MH.
Lesa meira

Viðburðir á sal

Annar dagur í Októberlotu er runninn upp. Fyrsti tíminn byrjar 8:30 skv. stundaskrá þriðjudags kl. 8:10 og tíminn eftir hádegi byrjar 12:40, skv. stundaskrá þriðjudags kl. 14:15. Klukkan 8:10 hófst stærðfræðikeppni framhaldsskólanna á sal, þar sem ca. 20 nemendur spreyta sig og klukkan 11:15 kemur Kári Hólmar Ragnarsson lögfræðingur og verður með fyrirlestur um hvort að ár þurfi stjórnarskrárbundin réttindi.
Lesa meira

Októberlota

Fyrsti dagur í Októberlotu fer af stað með göngu frá MH kl. 9:00 undir stjórn íþróttakennara skólans. Kl. 12:40 hefst fyrsta kennslustund dagsins og þá er kennt skv. stundatöflu mánudags, langi tíminn sem ætti að hefjast kl. 14:15 en hefst í dag kl. 12:40. Ef einhver er í vafa um það hvert hann á að fara þá ættu allar upplýsingar að vera á Innu og svo er einnig hægt að kíkja við á skrifstofunni og fá aðstoð.
Lesa meira

Bleikur dagur í MH

Á heimasíðu átaksins fyrir bleikan október stendur: "Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleikum október. Þennan dag hvetjum við landsmenn til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu." Í dag er bleikur dagur í MH
Lesa meira

Haustferð IB-nema / Annual IB Student Trip

Dagana 4.-5. október fóru IB-nemar í árlega haustferð og að þessu sinni var farið á Þingborg í Árnessýslu. Ferðin er hugsuð sem hópefli en tæplega 60 nemendur fóru í ferðina. Þess má geta að á haustönn stunda 90 nemendur nám á IB-braut skólans. During 4th to 5th of October the IB-students went on an annual fall trip and this time they went to Þingborg in Árnessýsla. The trip is a team building effort, with almost 60 students participating. During fall semester, 90 students are registered in the IB-program.
Lesa meira

Valvika 7. - 11. október / Course selections

Valvika hófst í dag mánudaginn 7. október. Þá eiga nemendur MH að velja hvaða áfanga þeir vilja taka á næstu önn. Nánari upplýsingar má finna undir hnappnum Valvika og þar sést einnig hvaða áfangar eru í boði fyrir næstu önn. Miðannarmat birtist líka í dag fyrir nemendur fædda 2003 og seinna. Til að nálgast það er farið í Innu undir Námið og einkunnir.
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélags MH

Foreldrafélag MH verður með aðalfundinn sinn miðvikudaginn 2. október og vonum við að sem flestir foreldrar sjái sér fært að mæta. Á fundinum verður farið yfir starfsemi foreldrafélags MH, Pálmar Ragnarsson verður með fyrirlestur um jákvæð samskipti og verða veitingar í boði félagsins. Hægt er að skrá sig á viðburðinn á síðu félagsins.
Lesa meira