Fréttir

Innritun umsækjenda úr 10. bekk er lokið

Bréf frá MH var sett í póst fimmtudaginn 21. júní. Greiðsluseðill fyrir innritunargjöldum birtist sama dag í heimabanka forráðamanns og gildir greiðsla hans sem staðfesting á skólavist. Velkomnir nýnemar!

Þorgerður Ingólfsdóttir borgarlistamaður Reykjavíkur 2012

Í frétt á Visir.is segir m.a.: Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri var í dag útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2012. Útnefningin fór fram í Höfða þar sem Jón Gnarr borgarstjóri veitti listamanninum af þessu tilefni ágrafinn stein, heiðursskjal og viðurkenningarfé.  Hér má lesa fréttina í heild Til hamingju Þorgerður!