Jafnlaunakerfi - skipulag

Skipulagi jafnlaunakerfisins er lýst með jafnréttisáætlun sem er stefnuskjal (STE), ýmsum verklagsreglum (VKL) og gátlistum (GAT). Þar má t.d. nefna verklagsreglu og gátlista um starfaflokkun og jafnlaunaviðmið en öll störf sem unnin eru í skólanum hafa verið flokkuð og metin eftir jafnlaunaviðmiðum. Annað dæmi er verklagsregla um ákvörðun launa og enn fremur er bæði verklagsregla og gátlisti yfir lagalegar kröfur og aðrar kröfur, s.s. kjarasamninga, sem skólanum ber að fara eftir.

Yfirlit yfir skjöl sem tengjast skipulagi jafnlaunakerfisins. Númerin vísa til númera greina jafnlaunastaðalsins.

4.3 Skipulagning

4.3.1 Starfaflokkun og jafnlaunaviðmið (VKL)

4.3.1 Starfaflokkun og jafnlaunaviðmið (GAT)

4.3.1.1 Ákvörðun launa (VKL)

4.3.2 Lagalegar kröfur og aðrar kröfur (VKL)

4.3.2 Skrá um lagalegar kröfur og aðrar kröfur (GAT)

4.3.3 Jafnréttisáætlun MH 2020-2023 (STE)

Síðast uppfært: 06. júní 2023