Fréttir

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram á hátíðarsal skólans, Miklagarði, og hefst stundvíslega kl. 14:00. Stúdentsefni eiga að mæta kl. 13:30. Gera má ráð fyrir að athöfnin taki u.þ.b. tvo klukkutíma en að henni lokinni mæta stúdentar í myndatöku á Miklagarði. 

Staðfestingardagur 22. maí

Einkunnir nemenda eru nú aðgengilegar í Innu.

Frönskunemar skrifa í evrópskt netblað

Nemendur í frönsku 703 hafa skrifað áhugaverðar greinar í evrópskt netblað frönskukennara undanfarnar annir. Viðfangsefni þeirra er ýmislegt tengt landi og þjóð. Ein greinin fjallar til dæmis um íslenska stjórnmálaflokka og gaman að rýna í heiti þeirra á frönsku. Hvaða flokkur skyldi t.d. heita "Les verts de gauche" eða "L'Alliance du Peuple" nú eða "Le Parti de l'Indépendance"? Greinarnar um Ísland hafa slegið svo í gegn að umsjónarmenn blaðsins eru ólmir í að koma til landsins.Þeir sem vilja kíkja og ef til vill láta reyna á frönskukunnáttu sína finna blaðið hér.

Dimissjón

Í morgun buðu stúdentsefni starfsfólki skólans í glæsilegan morgunverð á Matgarði. Þau kvöddu síðan skólann með skemmtun á sal um hádegisbilið og leggja nú í próflestur.