Inntökuskilyrði og úrvinnsla umsókna

Inntökuskilyrði

Almennt skilyrði þess að hefja nám til stúdentsprófs í Menntaskólanum við Hamrahlíð er að hafa hlotið einkunnina B, B+ eða A í ensku, íslensku og stærðfræði við lok grunnskóla. Nemendur með A í einni eða fleiri þessara námsgreina fá þar með heimild til þess að fara í hraðferð(ir) á fyrstu önn. Inntökuskilyrði inn á einstakar brautir má finna á síðunni Inntökuskilyrði brauta.

Úrvinnsla umsókna

Val úr stórum hópi umsækjenda sem uppfyllir inntökuskilyrði byggir að mestu[1] á samanburði einkunna.

Í fyrsta forgangshópi eru nemendur með einkunnina A í öllum þremur námsgreinunum; ensku, íslensku og stærðfræði. Að þeim hópi frátöldum koma nemendur með A í tveimur þessara greina og B+ í einni og síðan koll af kolli. Nánar tiltekið eru forgangsflokkarnir sem hér segir:[2] 

Inntokuskilyrdi

Komi til þess að greina þurfi milli nemenda innan einhvers af framantöldum flokkum ganga þeir fyrir sem hafa hæstu einkunn í einhverri námgreinanna; náttúrufræði, Norðurlandamáli og samfélagsfræði. Þurfi frekari aðgreiningu verða bornar saman tvær hæstu einkunnir í þessum námsgreinum og til vara allar þrjár einkunnirnar. Nemandi sem ekki uppfyllir inntökuskilyrði fær því aðeins inngöngu í skólann að rými leyfi og að umsókn fylgi sérstakar upplýsingar sem renna stoðum undir að nemandinn muni standast kröfur um námsárangur.


[1] A.m.k. 90% þeirra sem fá inngöngu beint úr grunnskóla eru valdir eftir einkunnum en í undantekningartilvikum kunna sérstakar einstaklingsbundnar aðstæður að koma til álita.  

[2] Menntamálastofnun hefur sett fram eftirfarandi töflu um hvernig varpa eigi/megi bókstafaeinkunnunum yfir í tölur í því skyni að auðvelda samanburð. Röðun skólans á flokkunum er í samræmi við töfluna

Forgangsflokkar

IB-braut

Til að hefja nám til hins alþjóðlega stúdentsprófs þarf nemandi hafa námsferil úr íslenskum og/eða erlendum skóla sem gefur til kynna að hún/hann/hán sé hæf(ur/t) til að takast á krefjandi nám á skemmri tíma en algengast er í framhaldsskólum. Auk þess er góð enskukunnátta grundvallarskilyrði. Gert er ráð fyrir að umsækjendur um nám á IB-braut fari í viðtal til stjórnanda brautarinnar (IB-stallara) áður en endanleg umsókn er staðfest. 

Eyðublöð vegna umsóknar um nám á IB-brautinni má finna með því að smella á IB STUDIES á stikunni hér fyrir ofan. Athugið að auk þess að fylla út umsóknareyðublöð og skila inn meðmælum þarf að sækja um það nám rafrænt eins og annað nám í dagskóla (sbr. hér að ofan).

Fjölnámsbraut (áður sérnámsbraut/starfsbraut) 

Fjölnámsbraut skólans er fyrir nemendur sem notið hafa verulegrar sérkennslu í grunnskóla og þurfa einstaklingsmiðað nám. Nemendum er að miklu leyti kennt í sérdeild en þar sem því verður við komið sækja þeir nám á öðrum brautum í einstökum fögum. Nemendur útskrifast með lokaskírteini um námsferil sinn frá fjölnámsbraut. Forsenda fyrir inntöku nemanda á fjölnámsbrautina er að greining sérfræðinga fylgi umsókn.

Lesa má um einkunnakvarða á skírteini á síðu Námsmatsstofnunar og þar er talað um *merktar einkunnir.

Umsóknir eldri nema

Umsóknir eldri nema eru afgreiddar eftir að umsóknarfrestur rennur út hverju sinni.

 

Síðast uppfært: 21. janúar 2022