Starfslýsingar

Starfslýsingar MH 

Rektor 

Rektor veitir skólanum forstöðu, sbr. reglugerð nr. 1100/2007. Hann stjórnar daglegum rekstri og starfi skólans. Helstu verkefni eru m.a. 

 • Ber ábyrgð á starfsemi skólans, menntunar- og uppeldishlutverki, þróunarstarfi innan hans, gerð skólanámskrár og innritun nemenda. 

 • Ber ábyrgð á eignum, fjárreiðum og öðrum rekstri skólans.  

 • Vinnur með skólanefnd að gerð fjárhags- og starfsáætlana til lengri og skemmri tíma og sér til þess að þeim sé framfylgt.  

 • Sér um að lögum, reglugerðum og námskrá sé framfylgt.  

 • Ræður, að höfðu samráði við skólanefnd, starfsfólk skóla eftir því sem gildandi lög segja til um og skipta með þeim verkum.  

 • Yfirumsjón með starfi kennara og annarra starfsmanna skólans og fylgist með því að þeir ræki skyldur sínar og njóti þeirra réttinda sem þeim ber.  

 • Sér til þess að fylgst sé með því að nemendur stundi nám sitt, hlíti þeim reglum sem settar eru og njóti þeirra réttinda sem þeim ber.  

 • Tekur afstöðu til og úrskurða um álitamál vegna innra starfs og starfstíma skólans.  

 • Sér um tengsl skólans út á við, m.a. við aðstandendur nemenda, aðra skóla og aðila á öðrum sviðum atvinnulífsins.  

 • Er framkvæmdastjóri skólanefndar með málfrelsi og tillögurétt.  

 • Er oddviti skólaráðs.  

 • Kallar saman kennarafundi. 

 • Ber ábyrgð á innra mati á starfi skólans.  

 • Ber ábyrgð á að starfsemi skólans sé kynnt.  

 • Sér til þess að fyrir liggi upplýsingar um skólastarfið og að nauðsynlegar skýrslur um það séu gerðar.  

Konrektor 

Konrektor er staðgengill rektors og vinnur með honum við daglega stjórn skólans og rekstur. Helstu verkefni konrektors eru: 

 • Yfirumsjón með gæðastarfi og sjálfsmati skólans. 

 • Yfirumsjón með námskrám skólans. 

 • Ábyrgð á kennsluskiptingu og áætlanagerð um kennslu. 

 • Ábyrgð á námsframboði. 

 • Yfirumsjón með skólareglum. 

 • Yfirumsjón með framkvæmd útskriftar, þ.m.t. gerð og prentun skírteina. 

 • Yfirumsjón með starfi kennara, nemenda og annarra starfsmanna skólans. 

 • Yfirumsjón með innritun nemenda. 

 • Yfirumsjón með kennsluaðstöðu. 

 • Ráðgjöf og aðstoð í INNU. 

 • Ráðgjöf til kennara vegna kennslutengdra verkefna. 

 • Samráð við námstjóra og töflusmiði vegna stundataflna. 

 • Samskipti við ytri aðila, t.d. vegna kannana. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor. 

 

Áfangastjóri 

Helstu verkefni áfangastjóra eru m.a. 

 • Yfirumsjón með rekstri áfangakerfis skóla. 

 • Yfirábyrgð á að upplýsingar um nemendur séu réttar í INNU. 

 • Umsjón með fjarvistaskráningu. 

 • Umsjón með námsvali nemenda í samráði við námstjóra, náms- og starfsráðgjafa skólans og umsjónarkennara. 

 • Stýrir mati á fyrra námi nemenda ásamt námstjórum. 

 • Innritun nemenda. 

 • Stundatöflubreytingar. 

 • Samráð við námstjóra og töflusmiði vegna stundataflna. 

 • Umsjón með námsbrauta- og áfangalýsingum í námskrárgrunni. 

 • Ábyrgð á skráningu einkunna í ferilskrá nemenda. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor. 

Fjármálastjóri 

Aðalverkefni fjármálastjóra er yfirumsjón með fjárreiðum skólans. Önnur verkefni eru m.a. 

 • Gerð ársreiknings og verkefni tengd uppgjöri. 

 • Gerð árlegrar rekstraráætlunar og eftirfylgni hennar. 

 • Umsjón með launabókhaldi í samráði við rektor. 

 • Færsla bókhalds skólans og sjóða og deilda sem reknar eru á ábyrgð skólans. 

 • Afstemmingar á bankareikningum. 

 • Innheimta skólagjalda og annarra tekna. 

 • Aðkoma að stærri innkaupum og umsjón með útboðum/tilboðum og samningsgerð um kaup á vörum og þjónustu. 

 • Ábyrgð á eignaskrá. 

 • Eftirlit með fjárreiðum nemendafélags og aðstoða gjaldkera nemendafélagsins. 

 • Regluleg upplýsingagjöf tengd fjármálum skólans til stjórnenda. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor. 

 

IB-stallari 

Hlutverk IB stallara er að hafa yfirumsjón með öllu sem viðkemur IB námsbraut skólans.  Helstu verkefni eru m.a.  

 • Að halda utan um nemendur brautarinnar, allt frá innritun að útskrift. 

 • Að vera faglegur leiðtogi kennara brautarinnar, tengiliður þeirra við IB samtökin, skipuleggja fundi, upplýsa um nýjungar og fleira.  

 • Samskipti við foreldra, námsráðgjafa, fjármálastjóra, töflusmiði og aðra sem koma að náminu. 

 • Að samræma kröfur/reglur MH annars vegar og IB hins vegar. 

 • Að sjá um kynningu á náminu út á við. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor. 

 

 

Námstjórar 

Námstjórar eru þrír við MH og eru stjórnendur námsbrauta með ábyrgð á mismunandi fagsviðum. Helstu verkefni námstjóra eru m.a. 

 • Umsjón með skipulagningu kennslu á viðkomandi námsbrautum. 

 • Leiðbeina kennurum og samhæfa störf eins og við á. 

 • Vera tengiliður milli kennara sinna námsgreina/faga við stjórnendur skólans og utanaðkomandi aðila eins og við á. 

 • Vera stjórnendum til samráðs um skipulag náms á viðkomandi námsbrautum. 

 • Vera tengiliður fyrir viðkomandi námsbrautir. 

 • Aðstoða og leiðbeina nemendum og kennurum um val og skipulag náms. 

 • Vinna ásamt töflusmiðum og stjórnendum að breytingum á töflum nemenda eftir því sem við á. 

 • Mat á fyrra námi nemenda í samráði við áfangastjóra. 

 • Þróun og viðhald námsbrautalýsinga. 

 • Kennsluskipting í samráði við stjórnendur og fagstjóra. 

 • Eftirlit með mætingu nemenda eins og við á. 

 • Er rektor til ráðgjafar í ráðningarmálum í samvinnu við fagstjóra.
 • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur. 

 

Fagstjórar 

Fagstjórar eru faglegir leiðtogar í sínum greinum/fögum. Helstu verkefni eru m.a. 

 • Fagleg ábyrgð á námsgrein/fagi. 

 • Fagleg forysta og skipulagning á starfi viðkomandi námsgreinar. 

 • Umsjón með gerð og samræmingu kennsluáætlana og kennslu. 

 • Samskipti við bókasafn og bókaútgefendur/bókaverslanir vegna kennsluefnis og kennslubóka. 

 • Yfirumsjón og ráðgjöf með prófasamningu og yfirferð prófa. 

 • Skipulag áfangaframboðs í samvinnu við námstjóra. 

 • Vinnur kennsluskiptingu í samvinnu við stjórnendur eins og við á. 

 • Fundir með stjórnendum/námstjórum um málefni námsgreinar/skólans. 

 • Forysta í innkaupum fyrir viðkomandi námsgrein/fag. 

 • Kemur að móttöku nýrra kennara og ráðgjöf við þá. 

 • Skipuleggur og heldur fundi með kennurum námsgreinar og er tengiliður þeirra við stjórnendur. 

 • Leggur fram fjárhagsáætlun til fjármálastjóra fyrir viðkomandi námsgrein/fag. 

 • Samstarf við námstjóra/stjórnendur vegna P- og U-nema. 

 • Sér um verðlaun útskriftarnemenda í viðkomandi námsgrein/fagi. 

 • Vinnur að kynningu og þróun námsgreinar og sækir fundi og ráðstefnur þar sem fjallað er um nýbreytni í námsgrein/fagi. 

 • Skipuleggur og ákveður forfallakennslu í faggrein í samráði við stjórnendur. 

 • Er rektor til ráðgjafar í ráðningarmálum í samvinnu við námstjóra. 

 • Önnur verkefni sem tengjast námsgrein/fagi í samráði við rektor og aðra stjórnendur. 

  

Kennarar 

Starfslýsing kennara byggir á 7. gr. reglugerðar 1100/2007 
Kennarar annast, taka þátt í og bera ábyrgð á eftirfarandi: 

 • Kennslu, undirbúningi kennslu, námsmati og faglegu samstarfi í kennslugreinum sínum, skv. markmiðum skóla- og aðalnámskrár.  

 • Gerð kennsluáætlana og prófa í samstarfi við aðra kennara.  

 • Að viðhalda faglegri hæfni sinni og huga að tengslum við aðrar námsgreinar.  

 • Skráningu fjarvista nemenda sinna.  

 • Öðru samstarfi vegna starfs síns skv. markmiðum skóla og aðalnámskrár.  

 • Almennri upplýsingagjöf og upplýsingagjöf vegna sjálfsmats skóla og skólanámskrár.  

 • Að hafa viðtalstíma fyrir nemendur sína og forráðamenn þeirra.  

 • Að sitja a.m.k. einn fund á ári/önn með forráðamönnum ólögráða nemenda sinna.  

 • Kennari situr kennarafundi sem boðaðir eru skv. reglugerð um kennarafundi. 

 

Náms- og starfsráðgjafar 

Starfslýsing náms- og starfsráðgjafa byggir á 7. gr. reglugerðar 1100/2007 
Verkefni náms og starfsráðgjafa MH eru m.a.  

 • Ráðgjöf við námsval  

 • Ráðgjöf um námstækni, námsaðferðir, áætlanagerð og skipulagningu tíma  

 • Persónuleg ráðgjöf og stuðningur við nemenda  

 • Leiðsögn og fræðsla um lífstíl og venjur sem auka einbeitingu og úthald  

 • Könnun og greining á áhugasviði nemanda  

 • Umsjón með skólakynningum  

 • Samstarf við annað starfsfólk stoðþjónustu MH og kennara  

 • Önnur verkefni í samráði við rektor 

Yfirmaður bókasafns 

Starfslýsing yfirmanns bókasafns byggir á 7. gr. reglugerðar 1100/2007 
Yfirmaður bókasafns MH skal m.a.: 

 • Ber ábyrgð á daglegum rekstri bókasafnsins 

 • Gerir áætlanir um starfsemi safnsins og hefur umsjón með daglegum rekstri þess, bóka- og gagnakosti svo og tækjum og lestrarsölum 

 • Annast skráningu safnsins og sér um að halda henni við 

 • Annast val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í  samræmi við innkaupastefnu safnsins  í umboði rektors 

 • Leiðbeinir nemendum og kennurum um notkun safnsins og aðstoðar við upplýsingaöflun  

 • Kynnir starfsemi safnsins innan skólans 

 • Fylgist með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða 

 • Kynnir nýjungar í starfsemi bókasafnsins innan skólans 

 • Skilar skýrslu til skólameistara um starfsemi safnsins í lok skólaárs 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor 

 

Bókasafnsfræðingur 

Verkefni bókasafnsfræðings eru m.a.  

 • Er staðgengill forstöðumanns. 

 • Annast  skráningu safnsins og sér um að halda henni við í samráði við forstöðumann safnsins. 

 • Annast val og innkaup bóka og annarra gagna til safnsins í  samræmi við innkaupastefnu safnsins. 

 • Hefur umsjón með bóka- og gagnakosti, tækjum, búnaði og húsnæði bókasafnsins ásamt forstöðumanni. 

 • Leiðbeinir nemendum og kennurum um notkun safnsins og aðstoðar við upplýsingaöflun . 

 • Kynnir starfsemi safnsins innan skólans í samráði við forstöðumann safnsins. 

 • Fylgist með nýjungum á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. 

 • Kynnir nýjungar í starfsemi bókasafnsins innan skólans. 

 

Prófstjóri 

Prófstjóri ber ábyrgð á skipulagi og framkvæmd lokaprófa. Helstu verkefni eru: 

 • Gerð próftöflu nemenda. 

 • Kynning á próftöflu. 

 • Gerð yfirsetutöflu kennara. 

 • Tekur á móti séróskum og tilfærslum nemenda vegna lokaprófa. 

 • Samráð og samvinna við stjórnendur og kennara um tilhögun prófa. 

 • Önnur verkefni sem tengjast skipulagi og framkvæmd prófa á prófatímabili, svo sem mál sem tengjast: 

 • uppsetningu fyrir próf og skipulagningu hvers prófdags. 

 • agamálum sem upp koma (í samráði við rektor) 

 • veikindum nemenda (í samráði við námsráðgjafa). 

Netstjóri 

Verkefni Netstjóra eru m.a. 

 • Daglegur rekstur á tölvukerfum skólans. 

 • Umsjón með hugbúnaði og tölvukerfum skólans. 

 • Umsjón með öryggismálum tölvukerfa. 

 • Árleg áætlanagerð um endurnýjun vél- og hugbúnaðar. 

 • Tæknileg aðstoð við starfsfólk og nemendur. 

 • Innkaup tækja, vél- og hugbúnaðar. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor. 

Tæknimaður og starfsmaður tölvuþjónustu 

Verkefni tæknimanns eru m.a.  

 • Daglegur rekstur almenns tækjabúnaðar skólans. 

 • Tæknileg aðstoð við starfsfólk og nemendur. 

 • Umsjón með ljósritunarvélum og símkerfi. 

 • Aðstoð við netstjóra. 

 • Innkaup tækjabúnaðar í samráði við stjórnendur. 

 • Uppsetning og viðhald tækja- og tölvubúnaðar eins og við á. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor 

Umsjónarmaður fasteigna 

Verkefni umsjónarmanns fasteigna eru m.a. 

 • Umsjón með húsnæði og lóð skólans. 

 • Ábyrgð á öryggismálum og eftirlit með húsnæði skólans. 

 • Gerð tillagna um viðhald og breytingar á húsnæði. 

 • Samskipti við Fasteignir ríkisins. 

 • Innkaup eins og við á. 

 • Umsjón með lóð skólans og tryggja öryggi þeirra sem um hana fara, t.d. salta, ryðja eða sanda. 

 • Umsjón með hússtjórnarkerfi eins og við á. 

 • Útköll eins og við á vegna húsnæðis skólans. 

 • Uppröðun húsgagna og metur ástand og viðhaldþörf þeirra. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor. 

 

Fulltrúi á skrifstofu 

Verkefni fulltrúa á skrifstofu eru m.a. 

 • Almenn móttaka nemenda, starfsmanna og gesta. 

 • Upplýsingagjöf. 

 • Svörun tölvupósts og símatala. 

 • Útgáfa vottorða um skólavist og útgáfa einkunnaferla. 

 • Forfallaskráning. 

 • Umsjón og útleiga skápa til nemenda. 

 • Umsjón með upplýsingaskjá. 

 • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur. 

 

Fulltrúi á skrifstofu / Gjaldkeri / Ræstingarstjóri 

Auk verkefna fulltrúa á skrifstofu eru verkefni gjaldkera og ræstingarstjóra m.a. 

 • Innkaup á rekstrarvörum fyrir skrifstofu og ræstingar. 

 • Móttaka, flokkun, samþykki og uppáskrift reikninga. 

 • Greiða reikninga. 

 • Eignaskráning. 

 • Bókhald mötuneytis starfsmanna. 

 • Umsjón og skipulag ræstinga. 

 • Samskipti við starfsmenn sem sjá um ræstingu. 

 • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur. 

 

Sálfræðingur 

Verkefni sálfræðings MH eru m.a. 

 • Ráðgjöf og fræðsla til starfsfólks vegna mála sem tengjast persónulegri líðan nemenda. 

 • Ráðgjöf og fræðsla til nemenda vegna mála sem tengjast þeirra persónulegu líðan. 

 • Umsjón með Skólapúlsinum. 

 • Koma inn í kennslu með fræðslu, t.d. í lífsleikni nýnema og útskriftarnema. 

 • Samstarf við náms- og starfsráðgjafa vegna mála sem tengjast nemendum. 

 • Veita upplýsingar um sálfræðiþjónustu skólans. 

 • Vera á kynningarfundum sem tengjast starfi skólans, t.d. á foreldrafundum. 

 • Önnur verkefni í samráði við rektor.

Töflusmiður

Töflusmiðir sjá um töflugerð í samráði við námstjóra, IB-stallara, fagstjóra og stjórnendur.  Vinna töflusmiðs fer fram utan hefðbundins kennslutíma. 

 Helstu verkefni töflusmiðs eru m.a.

 • Tekur á móti töfluóskum kennara samþykktum af rektor.
 • Skráir kennsluskiptingu í kennslukerfið.
 • Býr til stundatöflur fyrir IB-nemendur og fer yfir með IB stallara.
 • Býr til stundatöflur fyrir kennara.
 • Býr til stundatöflur fyrir aðra nemendur .
 • Ber ábyrgð á töflubreytingum áður en kennsla hefst.
 • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur er tengjast töflugerð.

Persónuverndarfulltrúi

Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr.90/2018 hefur Menntaskólinn við Hamrahlíð tilnefnt persónuverndarfulltrúa.

Helstu verkefni persónuverndarfulltrúa eru m.a.

 • Að upplýsa starfsfólk um skyldur þeirra samkvæmt persónuverndarlögum.
 • Sinna þjálfun starfsfólks.
 • Framkvæma úttektir.
 • Halda utan um og viðhalda vinnsluskrá.
 • Veita ráðgjöf og vera til staðar komi upp álitaefni á sviði persónuverndar.
 • Taka á móti fyrirspurnum og beiðnum frá þeim einstaklingum sem verið er að vinna með upplýsingar um.
 • Vera tengiliður við Persónuvernd og vinna með henni ásamt því að fylgjast með því að farið sé að persónuverndarlögum innan Menntaskólans við Hamrahlíð.
 • Önnur verkefni í samráði við stjórnendur er tengjast persónuvernd.

Nánari upplýsingar um hlutverk persónuverndarfulltrúa með tilliti til laga og reglugerða er að finna inn á heimasíðu persónuverndar.

Síðast uppfært: 27. mars 2019