01.10.2013
MH hlaut silfurverðlaun í keppninni hjólað í skólann í flokki skóla með yfir 1000 nemendur og starfsmenn.
Verðlaunaafhending Hjólum í skólann var föstudaginn 27. september í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Veitt voru
verðlaun fyrir flesta þátttökudaga hlutfallslega miða við heildar fjölda nemenda og starfsmanna í skólanum og fengu þrír efstu
framhaldsskólarnir í hverjum flokki viðurkenningu fyrir sinn árangur.
Vel gert MH-ingar!
Karen Björk Eyþórsdóttir forseti NFMH og duglegustu hjólagarparnir Sigurrós Eggertsdóttir og Urður Steinunn Önnudóttir Sahr
með verðlaunaskjöld MH.
26.09.2013
Á hverju hausti er foreldrum nýrra nemenda sent fréttabréf með ýmsum hagnýtum upplýsingum og hugleiðingum frá stjórnendum,
kennurum og nemendum. Ritstjórar eru Ragnhildur Richter og Steingrímur Þórðarson íslenskukennarar.
Í nýju Fréttabréfi til foreldra og forráðamanna
nýnema er boðað til kynningarfundar í skólanum mánudaginn 30. september nk. kl. 20:00 - 21:30. Í
bréfinu gefur að líta dagskrá kynningarfundarins en þar eru einnig stuttir pistlar til hugleiðingar fyrir nemendur og forráðamenn þeirra.
Jafnframt eru þar ýmsar hagnýtar upplýsingar um skólann.
Introductory evening for parents and guardians –Dear parents or guardians of new students attending MH, The school administration wishes to welcome you to an introductory gathering in the school on Monday, September 30th 2013 from 8 pm to 9:30 pm. We look forward to collaborating with you in the education of the young people who
are beginning their studies in MH.
26.09.2013
Menntaskólinn við Hamrahlíð er fylgjandi reglum um kynjakvóta.
Úr frétt á frétt RÚV
Blásið var til málþings um kynjakvóta í Gettu betur í Norðurkjallara Menntaskólans í Hamrahlíð í dag.
Ákvörðun um að sérhvert lið í Gettu betur vorin 2015 og 16 skuli vera skipað keppendum af báðum kynjum hefur vakið nokkrar deilur.
Úr frétt á Visir.is
„Það hefur sýnt sig og sannað í gegnum þessu 28 ár sem Gettu betur hefur verið haldin að það sárvantar stelpur inn í
keppnina. Þá þurfa fleiri stelpur að taka þátt svo þær geti orðið fyrirmyndir fyrir þær sem yngri eru. Stundum þarf bara
að grípa inn í," segir Karen Björk Eyþórsdóttir, forseti NFMH.
17.09.2013
Í dag fór fram vel heppnuð rýmingaræfing. Nemendur, kennarar og annað starfslið stóð sig frábærlega og skólinn var rýmdur
hratt og örugglega á mjög góðum tíma eða á rétt innan við 4 mínútum. Vel gert öll!
12.09.2013
Í næstu viku hvetjum við alla til að hjóla, ganga, línuskauta eða nota almenningssamgöngur til og frá skóla.
Allir MH-ingar (starfsfólk og nemendur) eru saman í liði í framhaldsskólakeppni sem heitir Hjólum í
skólann sem er á vegum ÍSÍ.
Keppnin er dagana 16.-20. sept n.k. að báðum dögum meðtöldum.
Skráning á http://www.hjolumiskolann.is/ og velja lið MH.
Koma svo MH-ingar!