30.01.2024
MH býður starfsfólki skólans kökusneið í dag í tilefni af því að hafa stigið 5. græna skrefið í samnefndu verkefni á vegum Umhverfisstofnunar en áfanganum var náð í desember síðastliðnum. Fimmta skrefið felst í því að stofnanir setji á fót eigið umhverfisstjórnunarkerfi og fagnar skólinn því að búa nú yfir slíku kerfi.
15.01.2024
Í dag opnaði Sómalía og streymdu nemendur í mat í hádeginu þar sem ýmislegt var í hitaborðinu. Matseðlar eru sýnilegir hér á heimasíðunni og þar er einnig hægt að skrá sig í mat fyrir eina viku í einu. Skráningu þarf að vera lokið fyrir kl. 16:00 á þriðjudögum, fyrir næstu viku á eftir. Langþráður draumur MH-inga er nú loksins orðinn að veruleika.
09.01.2024
Mánudaginn 15. janúar opnar matsala nemenda, Sómalía, í stærra og breyttu rými í austurenda Matgarðs. Matsalan hefur verið stækkuð og henni breytt úr sjoppu í mötuneyti. Hægt verður að kaupa heitan mat í hádeginu eða salatbar. Máltíðin kostar 1190 kr og salatbarinn kostar 600 kr. Hægt verður að kaupa 10 miða matarkort og þá kostar heita máltíðin 1000 kr. Nemendur skrá sig í mat í gegnum skráningareyðublað sem er sýnilegt hér á heimasíðunni eða á bak við QR kóða sem hangir uppi á Matgarði. Skráningu fyrir vikuna 15. - 19. janúar þarf að vera lokið fyrir kl. 16:00 í dag, svo hægt sé að kaupa inn og áætla fjölda gesta. Auður Þórhildur Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem matráður til viðbótar við Ellý og Soffíu sem allir þekkja. Áfram verður hægt að kaupa allt það sem áður var hægt að kaupa eins og kaffi, drykki og samlokur. Við vonum að nemendur taki mötuneytinu vel og verði ykkur að góðu.
03.01.2024
Á nýju ári tók Ásdís Birgisdóttir við stöðu áfangastjóra af Pálma Magnússyni sem lét af störfum um áramótin. Ásdís hefur unnið við menntakerfið frá 1995, þar af 10 ár í kennslu og frá 2005-2018 sem náms- og starfsráðgjafi við VMA, sem náms- og starfsráðgjafi í afleysingu við FB 2018-2019 og við MH frá 2019.
Ásdís hefur á sínum ferli gengt ýmsum trúnaðarstörfum og situr m.a. í skólamálanefnd FF og í kjaranefnd Félags náms- og starfsráðgjafa.
Við bjóðum Ásdísi velkomna til starfa í nýju hlutverki og þökkum jafnframt Pálma fyrir samstarfið síðustu áratugi.
02.01.2024
Nýnemar vorannar eru boðuð í skólann miðvikudaginn 3. janúar kl. 13:00. Fundurinn verður í stofu 11 og munum við taka á móti ykkur við innganga skólans og leiðbeina á réttan stað. Á kynningunni verður farið yfir helstu atriði sem skipta máli í byrjun annar. Öll hafði þið fengið stundatöflur og leiðbeiningar um hvernig virkja eigi Office 365 aðganginn.