Fréttir

Kærar þakkir fyrir komuna!

Foreldrar og forráðamenn nýnema fjölmenntu á kynningarkvöld hér í MH síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftir að hafa hlýtt á ávörp Lárusar H. Bjarnasonar rektors og Lindu Bjarkar Ólafsdóttur formanns foreldraráðs fengu gestir að njóta söngs Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð. Svo var farið í kennslustofur með umsjónarkennurum, fræðst um kerfið hér í MH og skipst á skoðunum. Að öllu þessu loknu var sameinast í kafffi og kökum á Miðgarði. Hlaðborðið sem kórinn bauð upp á (gegn vægu gjaldi) var eins og í almennilegri fermingarveislu og með góðgæti á diski og kaffi í bolla urðu umræður fjörugar og skemmtilegar. Kærar þakkir til allra sem komu og gerðu kvöldið fræðandi og skemmtilegt.

Helmingur nemenda ferðast í skólann með strætó

Samkvæmt vefkönnun hér á heimasíðu skólans ferðast tæpur helmingur nemenda í skólann með strætó, um fimmtungur kemur gangandi eða hjólandi og þriðjungur nýtir einkabílinn.