Lagningardagar

Lagningardagar eru um miðjan febrúar. Þá liggur hefðbundin kennsla niðri í nokkra daga og NFMH skipuleggur námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði í samráði við kennara og stjórnendur. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku kennara og nemenda í dagskrá lagningardaga. 

Nokkur hefð hefur skapast um hluta dagskrárinnar eins og t.d. að halda skólaþing með aðkomu nemenda og kennara. Skólaþingið fjallar um málefni sem ákveðin eru í samráði við nemendastjórn á skólastjórnarfundum. Skólaþingið er með þjóðfundarsniði og niðurstöður þess eru settar upp í netskjal sem kynnt er í skólastjórn og skólanefnd.

Kennarafundur er einnig fastur liður á lagningardögum. 

Mæting á lagningardögum

Nemendum ber skylda til að mæta á viðburði á lagningardögum. Hver viðburður gefur nokkra punkta og nemendur þurfa að safna ákveðnum fjölda af punktum til þess uppfylla skilyrði um mætingu.

Nýr áfangi, LAGNÓ1AF00, er settur inn í námsferil hjá öllum nemendum sem eru skráðir í dagskólann. Þessum áfanga fylgja 5 mætingarstig eða, ef svo ber undir,5 fjarvistarstig. Þessi áfangi birtist aðeins í töflu á lagningardögum en verður þó í ferli nemenda. Ef nemendur mæta á viðburði sem gefa samtals fullt hús stiga, þá verða þessi fimm mætingarstig inni en ef eitthvað vantar upp á með punktana þá fær nemandi 5 fjarvistir fyrir lagningardaga. Það er annað hvort allt eða ekkert.

Síðast uppfært: 16. febrúar 2021