Lagningardagar

Lagningardagar eru um miðjan febrúar. Þá liggur hefðbundin kennsla niðri í tvo daga og NFMH skipuleggur námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði í samráði við kennara og stjórnendur. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku kennara og nemenda í dagskrá lagningardaga. 

Nokkur hefð hefur skapast um hluta dagskrárinnar eins og t.d. að halda skólaþing með aðkomu nemenda og kennara. Skólaþingið fjallar um málefni sem ákveðin eru í samráði við nemendastjórn á skólastjórnarfundum. Skólaþingið er með þjóðfundarsniði og niðurstöður þess eru settar upp í netskjal sem kynnt er í skólastjórn og skólanefnd.

Síðast uppfært: 07. febrúar 2023