Bókasafn

Bókasafnið er á efri hæð í tengibyggingu nýja skólahússins. Aðstaðan er öll hin glæsilegasta og segja má að safnið myndi hjarta skólans. 

Góð vinnuaðstaða er bæði fyrir einstaklinga og hópa sem vinna sjálfstætt eða undir leiðsögn kennara. Inn af safninu er lokað rými með lesbásum fyrir nemendur. Þar á að ríkja þögn svo vinnufriður verði góður.

Bókasafnið er vel búið, safnkostur er fjölbreyttur og endurnýjun er regluleg. Bókasafnið lánar fleira en bækur; fartölvur og ýmis önnur tæki standa nemendum til boða.

Nemendur hafa daglegan aðgang að bókasafni og aðstoð starfsmanna á safninu. Nánari upplýsingar um starfsemi safnsins eru á síðum í dálki hér til hægri.

Síðast uppfært: 05. maí 2023