Fréttir

153 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð

Brautskráðir voru 153 nemendur frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af átta námsbrautum. Að þessu sinni útskrifuðust flestir af opinni braut eða 73 nemendur, 27 af náttúrufræðibraut, 19 af félagsfræðabraut, 4 af málabraut, 3 af listdansbraut, 1 af tónlistarbraut, 3 af sérnámsbraut og 23 af IB-braut (International Baccalaureate). Brautskráningin fór fram í tveimur hópum, þ.e. kl. 13:00 og 15:00. Fjöldi gesta í húsi var takmarkaður við 200 manns og því kom aðeins hluti kórs skólans fram og aðeins einn gestur var leyfður á hvert útskriftarefni auk þess sem starfsfólk skipti sér upp á báðar athafnirnar. Athöfninni var streymt á vefinn svo að fólk heima í stofu gæti horft á.

Brautskráning / Graduation 29. maí 2020

Brautskráning nemenda verður föstudaginn 29. maí. Athöfnin fer fram á Miklagarði hátíðarsal skólans og hefst kl. 13:00 fyrir nemendur á opinni braut og framhaldsskólabraut. Kl. 15:00 verða brautskráðir nemendur á öðrum brautum skólans en samtals verða 153 nemendur af átta námsbrautum brautskráðir. Athöfninni verður streymt inn á https://livestream.com/accounts/15827392/events/9122745 Graduation ceremony will be held on Friday May 29th. The ceremony takes place in Mikligarður the school auditorium starting at 13:00 for students in the multi-disciplinary study and special education study. At 15:00 students in other study programs will graduate. A total of 153 students from eight study programs will graduate this spring. The ceremony will be streamed online on the following website: https://livestream.com/accounts/15827392/events/9122745

Staðfesting náms fyrir haust 2020

Í dag var prófsýning og staðfestingardagur fyrir nemendur MH. Nemendur hafa því skoðað prófin sín og staðfest valið fyrir komandi haustönn. Þeir nemendur sem ekki hafa staðfest valið þurfa að setja sig í samband við valkennara/umsjónarkennara sinn og klára staðfestingu með þeim. Þetta þarf að klárast í dag svo hægt sé að ganga frá áfangaframboði haustannar.

Aðstoð við val á áföngum í sumarskólunum.

Náms- og starfsráðgjafar og námstjórar verða til viðtals milli kl. 9:00 og 15:00 þriðjudaginn 26. maí eða fimmtudaginn 28. maí til að aðstoða nemendur sem hyggjast taka áfanga í öðrum skólum í sumar. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa aðstoð. Ekki þarf að bóka tíma.

Prófsýning

Prófsýning verður með óhefðbundnu sniði þetta vorið. Kennarar í hverjum áfanga fyrir sig hafa látið nemendur vita hvernig prófsýning verður í þeirra áfanga. Þar sem prófin fóru fram á netinu þá eru lausnir og athugasemdir oftast sýnilegar í Innu um leið og einkunnir hafa verið birtar og því lítil þörf á eiginlegri prófsýningu. Ef svo er ekki, munu kennarar í þeim áföngum vera við í MH á prófsýningardaginn 25.maí, millli 10:00 og 12:00. Þeir nemendur sem munu koma í MH eru beðnir um að fylgja því að nemendur með nöfn frá A til Í komi kl. 10:00 og nemendur með nöfn frá J til Ö komi kl 11:00 - allt til að fylgja sóttvarnarreglum eins vel og hægt er. Vegna framkvæmda þarf að ganga inn í skólann um innganginn undir bókasafninu.

Yfirferð og staðfesting á vali

Innan er tilbúin svo næsta skref hjá nemendum er að fara inn og skoða valið vel. Leiðbeiningar er að finna hér á heimasíðunni. Ef allt er eins og það á að vera þá þarf að staðfesta valið. Ef þið hafið spurningar þá sendið þið póst á valkennarann/umsjónakennarann ykkar. Staðfestingu vals þarf að vera lokið fyrir kl. 14:00 á mánudaginn.

Einkunnir og staðfesting á vali/Grades and course selection day

Einkunnir birtast í Innu eftir kl. 16:00, föstudaginn 22.maí kl. 16:00. Þá opnast einnig fyrir að nemendur geti staðfest valið sitt fyrir haustönn 2020. Staðfestingu þarf að vera lokið fyrir kl.14:00 mánudaginn 25.maí. Hægt er að lesa nánar um prófsýningu í pósti sem sendur var á nemendur í dag.

Sumarnám í Klassíska listdansskólanum

Í sumar mun Klassíski listdansskólinn bjóða upp á sumarnám þar sem nemendur geta tekið áfanga á listdansbraut. Klassíski listdansskólinn er einn af þremur samstarfsskólum MH sem kennir áfanga á listdansbraut. Á listdansbraut skólans stunda rúmlega 30 nemendur nám í klassískum listdansi eða nútíma dansi. Sumarnámið er liður í átaki menntamálayfirvalda að koma til móts við nemendur sem vilja stunda nám í sumar og eru án atvinnu. Áætlanir gera ráð fyrir að 20-30 nemendur nýti sér þetta úrræði. Nánari upplýsingar er að finna inn á www.dansgardurinn.is

Síðasti prófdagur

Í dag er síðasti prófdagur skv. próftöflu vorannar. Prófin hafa gengið vonum framar og ótrúlegt að komið sé að síðasta prófdegi. Í dag eru enskupróf kl. 9:15, 11:15 og 13:15 og svo er heimspekipróf kl. 13:15. Sjúkrapróf taka svo við seinna dag og á mánudag og þriðjudag. Gangi ykkur sem best

Útskrift

Útskrift verður 29. maí og erum við ánægð með að geta tilkynnt að hver nemandi getur boðið einum aðstandanda með sér. Útskriftaræfing verður fimmtudaginn 28. maí kl. 17:00 fyrir þá sem útskrifast 29. maí kl. 13. Þeir sem útskrifast 29. maí kl. 15:00 mæta á æfingu fimmtudaginn 28. maí kl. 18:00. Nánari upplýsingar eru í pósti sem rektor sendi út í dag.