Prófdagar

Prófdagar í MH 

Hér eru áætlaðir prófdagar fyrir næstu annir og ber að hafa í huga að sumir valáfangar eru með próf á öðrum degi en fagið þar sem nemendur eru oft í tveimur áföngum á sama tíma. T.d. getur verið að próf í valáfangi í stærðfræði sé á sama tíma og norskan og sænskan.

Áætlaðir prófdagar haust 2024

IB students: Pre-IB students follow the exam schedules above (MATH at the same time as STÆR, ENGL at the same time as ENSK etc.). IB1 and IB2 students: exam tables vary from semester to semester and are published later.

Prófdagar eru tíu.  Námsgreinum er skipt í 10 flokka sem sýna í hvaða greinum er oftast prófað sama dag.

A. Íslenska.  B. Eðlisfræði, franska.
C. Enska, heimspeki. D. Líffræði, félagsfræði.
E. Spænska, þjóðhagfræði.  F. Stærðfræði.
G. Saga. H. Jarðfræði, þýska.
I. Danska og sálfræði.  J. Efnafræði, ítalska, japanska, kínverska, uppeldisfræði. 

 

Prófdagur í norsku og sænsku er fyrsta laugardag prófatímabils (vegna nemenda annarra skóla).

Röð prófdaga færist til eftir ákveðinni reglu og er ákveðin hverju sinni og auglýst fyrir lok næstu annar á undan.

Síðast uppfært: 14. ágúst 2024