Safnkostur

 

Á bókasafni MH eru rúmlega 12 þúsund bókatitlar,
fjöldi myndbanda, geisladiska o.fl.

Allar kennslubækur sem kenndar eru við skólann eru aðgengilegar
en þær eru einungis lánaðar til notkunar á bókasafninu eða í kennslustundum.

Einnig er til fjöldi orðabóka í þeim tungumálum sem kennd eru við skólann. Þær eru eingöngu til notkunar á bókasafni eða í kennslustundum. 

Leitast er við að kaupa inn safnefni sem nýtist nemendum og
kennurum skólans. Safnkosturinn er því að stærstum hluta miðaður við þær námsgreinar sem kenndar eru við skólann.

 Mynd af safnkosti bókasafns MH
Síðast uppfært: 23. maí 2017