Safnkostur

 

Á bókasafni MH má finna tæplega 13 þúsund bókatitla
ásamt fjölda dvd-diska, o.fl. Hluti safnefnis er á rafrænu formi, en bókasafnið tekur þátt í landsaðgangi að rafrænum gagnasöfnum. Hægt er að nálgast það efni í gegnum Leitir.is eða í gegnum Google.

Allar kennslubækur sem kenndar eru við skólann eru aðgengilegar
en þær eru einungis lánaðar til notkunar á bókasafninu eða í kennslustundum.

Til eru orðabækur í þeim tungumálum sem kennd eru við skólann. Bókasafnið er áskrifandi að Snöru, sem er orðabók á netinu, og allir nemendur hafa aðgang að henni innan skólans.

Leitast er við að kaupa inn safnefni sem nýtist nemendum og
kennurum skólans. Safnkosturinn er því að stærstum hluta miðaður við þær námsgreinar sem kenndar eru við skólann.

 
Síðast uppfært: 05. maí 2023