Safnkostur

 

Á bókasafni MH má finna tæplega 13 þúsund bókatitla
ásamt fjölda dvd-diska, o.fl.

Allar kennslubækur sem kenndar eru við skólann eru aðgengilegar
en þær eru einungis lánaðar til notkunar á bókasafninu eða í kennslustundum.

Einnig er til fjöldi orðabóka í þeim tungumálum sem kennd eru við skólann. Þær eru eingöngu til notkunar á bókasafni eða í kennslustundum. 

Leitast er við að kaupa inn safnefni sem nýtist nemendum og
kennurum skólans. Safnkosturinn er því að stærstum hluta miðaður við þær námsgreinar sem kenndar eru við skólann.

 
Síðast uppfært: 20. mars 2023