27.01.2026
Nú um helgina fór fram Norðurlandamót í taekwondo og var keppt bæði í bardaga og formum í Skanderborg í Danmörku. Tveir MH-ingar komu heim með verðlaun í bardaga og hlutu þau bæði silfur. Oliwia Waszkiewcz keppti í junior flokki -63 og Erling Kári Freysson í junior +78. Unnu þau sína fyrstu bardaga en mættu að lokum ofjörlum í úrslitaviðureignum sínum og niðurstaða því silfur. Bæði byrjuðu þau í MH síðastliðið haust og eiga því allt þetta ár eftir í sínum aldursflokki, þetta er sannarlega góð byrjun á árinu og óskum við þeim bæði góðs gengis í öðrum keppnum ársins sem og til hamingju með árangurinn.
20.01.2026
MH mætti MA í Gettu betur í gær. Skemmtileg tilviljun að þetta voru sömu skólar og áttust við í úrslitum í fyrra þegar MH tók bikarinn heim, en báðir skólar eru með ný lið í ár. MH-ingarnir Nína Sólveig, Brynjar Bragi og Magnús stóðust frumsýninguna og sýndu ótrúlega snilli í svörum sínum. Til hamingju með sigurinn.
14.01.2026
Á vorönn verður Þórdís, hjúkrunarfræðingur MH, með umræðuhópa um ýmis atriði sem viðkoma heilsu. Fjallað verður um eitt málefni í hvert sinn og mun Þórdís fara með fræðsluna og stýra umræðum. Hóparnir verða litlir svo hægt sé að skapa grundvöll fyrir uppbyggilegar umræður, þ.e. 8 pláss eru í hverjum hópi.
05.01.2026
MH-ingurinn Guðmundur Flóki Sigurjónsson var útnefndur taekwondomaður ársins 2025. Eins og dyggir lesendur þessarar síðu vita, þá er Guðmundur Flóki einstaklega vel að heiðrinum kominn og við óskum honum hjartanlega til hamingju. Nánar má lesa um afrek Guðmundar Flóka í frétt KR um málið.