27.11.2017
Síðasta kennsluvikan er runnin upp og verður kennt til og með miðvikudagsins 29. nóvember. Prófin hefjast 1. desember og standa yfir til og með 13. desember.
Veikindi á prófdegi verður að tilkynna skrifstofu skólans (S: 5955200) fyrir kl. 14:00 samdægurs. Þá fær nemandinn upplýsingar um sjúkrapróf. Nemandinn mætir í sjúkrapróf á tilsettum tíma og skilar þar læknisvottorði fyrir veikindadaginn.
Skrifstofa skólans er opin alla virka daga kl. 8:30 - 15:30 og bókasafnið er opið alla virka daga kl. 8 - 18 og laugardaginn 2. og 9. desember kl. 10-14.
Nemendum er óskað góðs gengis í prófunum sem eru framundan.
The last day of teaching is 29th of November. The final exams start December 1st and will end December 13th. Students that are ill during the finals must phone the office (Tf. 5955200) before 2 pm on the exam day and they will receive information regarding makeup exams. Students need to hand in a doctor´s note at the start of the makeup exams. The School office is open from 8:30 am - 3:30 PM from Monday to Friday.
The Library is open Monday to Friday from 8 am - 6 pm and Saturday December 3rd and 9th from 10 am - 2 pm.
Good luck with your exams!
24.11.2017
Dimmision útskriftarefna fór fram í dag og er hópurinn sá stærsti í sögu skólans sem útskrifast um jól eða rúmlega 180. Dagurinn hófst á morgunverði inn á Matgarði þar sem starfsfólk og útskriftarefnin komu saman. Samkvæmt hefðinni var boðið upp á skemmtun kl. 11:30 þar sem útskriftarefnin sýndu skemmtiatriði við mikla lukku samnemenda.
Óhætt er að fullyrða að útskriftarefnin hafi verið til fyrirmyndar og skólanum til sóma.
20.11.2017
Kötturinn Simbi hefur gert sig heimakominn í MH á þessu haustmisseri. Simba virðist líka vel athyglin sem hann fær frá nemendum og starfsfólki skólans og mætir gjarna í tíma en þýska er í sérstöku uppáhaldi hjá honum. Hægt er að fylgjast betur með Simba og heimsóknum hans í MH á facebooksíðu skólans.
16.11.2017
Því miður liggur umsóknarvefur Menntagáttar (www.menntagatt.is) niðri og þurfa umsækjendur að sækja um skólavist í gegnum www.inna.is/framhaldsskolaumsokn/
Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember næstkomandi og verður öllum umsóknum svarað í byrjun desember.
15.11.2017
Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember, hefur verið haldinn hátíðlegur sem dagur íslenskrar tungu frá árinu 1996. Á deginum er staðið fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls og þannig er athygli þjóðarinnar beint að stöðu tungumálsins í samfélaginu.
Dagurinn er opinber fánadagur en á vef stjórnarráðsins segir: "Hinn 16. nóvember skal draga fána á stöng á húsum opinberra stofnana, sem eru í umsjá valdsmanna eða sérstakra forstöðumanna ríkisins, sbr. 2. gr. forsetaúrskurðar um fánadaga og fánatíma nr. 5/1991."
Fögnum deginum með því leggja rækt við tungumálið okkar.
12.11.2017
Laugardaginn 11. nóvember fór fram leiklistarkeppni framhaldsskólanna Leiktu betur en 8 framhaldsskólar kepptu í Borgarleikhúsinu að þessu sinni.
Lið MH vann eftir æsispennandi einvígi við FG sem hafði titil að verja.
Í liði MH eru Björg Steinunn Gunnarsdóttir, Diljá Nanna Guðmundsdóttir, Hólmfríður Hafliðadóttir og Inga Steinunn Henningsdóttir.
Þess má geta að þetta var eina kvennaliðið í keppninni og í 12. sinn sem MH vinnur.
Við óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.
11.11.2017
Lið MH, Ofhugsuðir, sigruðu í Boxinu - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík 11. nóvember. Þetta er annað árið í röð sem lið MH sigrar í keppninni en að þessu sinni tóku 8 lið þátt í úrslitakeppninni.
Lið Ofhugsuða skipa:
Gunnar Dofri Viðarsson, liðsstjóri, Árni Haukur Árnason, Birkir Jóhannes Ómarsson, Davíð Sindri Pétursson og Þorsteinn Jónsson.
Við óskum þessum glæstu fulltrúum skólans innilega til hamingju með sigurinn.
06.11.2017
Fjöldi nýrra jólabóka er nú aðgengilegur á bókasafni skólans og kennir þar ýmissa grasa en í boði eru ljóðabækur, skáldsögur og ævisögur auk erlendra bóka. Fyrir aðdáendur íslenskra höfunda getur verið erfitt að ákveða hvaða bók á að lesa fyrst þar sem úrvalið er svo sannarlega fjölbreytt en líkt og fyrri ár verða glæpasagnahöfundar sennilega vinsælastir. Eru nemendur og starfsfólk hvatt til að heimsækja bókasafnið og kynna sér hvað er í boði.