Fréttir

Sögulegur dagur

Veikindi á prófdegi

Ef nemendur eru veikir á prófdegi þá þarf að tilkynna það í gegnum Innu fyrir kl. 14 á prófdegi. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni Námið, próf, sjúkrapróf.

Fyrsta próf

Fyrsti prófdagur er í dag og eru það próf í þýsku og þjóðhagfræði sem ríða á vaðið. Nemendur eru hvattir til að lesa vel póst frá prófstjóra um hvar allar upplýsingar er að finna. Prófsalir opna korter fyrir próf og nemendur eiga að fara beint á þann stað sem þeirra próf er og fá sér sæti. Hringt verður þegar próf hefst og þegar prófi lýkur, en við viljum benda á að það heyrist ekki mjög hátt í skólabjöllunni þessi jólin.

Síðasti kennsludagurinn

Í dag var síðasti kennsludagur haustannar 2021 í MH. Á mánudaginn hefst prófatörn sem mun standa yfir í tvær vikur. Við vonum að öllum gangi sem best í prófunum og hér má lesa nánar um fyrirkomulagið í pósti sem prófstjóri sendi út í dag.

Klapp - strætó app

Þessa dagana er Strætó að innleiða KLAPP, nýtt greiðslukerfi Strætó. Í kjölfarið munu allar greiðsluleiðir Strætó breytast hjá nemendum. Til þess að nemendur 18 ára og eldri geti keypt kort á afslætti þurfa þeir að gefa staðfest leyfi í Innu fyrir því að veita Strætó upplýsingar um virkt nám við skólann. Í kjölfarið geta nemendur farið á Klappid.is, skráð sig á „Mínar síður“ og auðkennt sig rafrænt til að fá upp afsláttarvörurnar sem þeir eiga rétt á. Ef nemendur samþykkja ekki að veita Strætó upplýsingar um virkt nám koma ekki upp afsláttarvörur á „Mínum síðum“. Nemendur sem eru 17 ára og yngri þurfa ekki að gefa staðfest leyfi um skólavist þar sem þeir falla undir ungmenni og greiða samkvæmt því í Strætó. Hér má lesa frekari upplýsingar fyrir nemendur hvernig þeir kaupa kort í gegnum KLAPP. Þessar upplýsingar eru einnig komnar í Innu undir Aðstoð - Nemendur. Allir í strætó!

Nýjar sóttvarnarreglur

Eins og heilbrigðisráðherra gaf út í dag eru sóttvarnarreglur enn og aftur hertar. Kennsla verður áfram hefðbundin en stóra breytingin er 50 manna fjöldatakmarkanir sem gilda út kennslutímabilið. Nánar má lesa um breyttar reglur hér á heimasíðunni og vonum við að allir taki þessu vel, hugsi vel um eigin sóttvarnir og forðist hópamyndanir. Við getum þetta saman.

Samkeppni um vegglistaverk

#CallToEarthDay

Developing Democratic Sustainability, eða lýðræði og samfélagsþátttaka, er Erasmus-verkefni sem enskukennararnir Íris Lilja, Eva og Þórhalla vinna að með 9 nemendum á fyrsta ári í framhaldsskóla. Verkefnið er unnið í samvinnu við þýskan skóla. Viðfangsefnið tengir saman ensku, lýðræði og umhverfismál. Verkefnið stendur yfir í tvö skólaár. Á mánudaginn og í dag tóku Erasmus+ hópurinn og umhverfisnefnd MH höndum saman og stóðu fyrir vinnustofu í tilefni af #CallToEarth Day (sem CNN stendur fyrir).

Grímuskylda - Mandatory to wear masks

Nú reynir á að við stöndum okkur í sóttvörnum og frá og með mánudeginum 8. nóvember er aftur tekin upp grímuskylda í MH. Allir eru hvattir til að þvo margnota grímurnar og mæta með þær í skólann. Ef einhver gleymir grímu eru einnota grímur við tvo aðalinnganga skólans og einnig er hægt að nálgast þær á skrifstofu. Gerum öll okkar besta í einstaklingsbundnum sóttvörnum og tökum á þessu saman. Nánar er hægt að lesa um reglur skólans undir Covid-19 hnappnum á heimasíðunni og pósta til neme

Umhverfis- og loftslagsstefna og samgöngustefna