Vinnsluaðilar

Vinnsluaðilar persónuupplýsinga
Gátlisti 002

Menntaskólinn við Hamrahlíð er í samstarfi við nokkur fyrirtæki og stofnanir (vinnsluaðila) sem eiga og reka tölvukerfi og hýsa gögn, þar á meðal persónuupplýsingar um nemendur og starfsfólk skólans.

Helstu vinnsluaðilar persónuupplýsinga starfsfólks/nemenda MH:

  • Advania er rekstraraðili Innu þar sem upplýsingar um starfsfólk, nemendur og námsframvindu þeirra er vistuð. Nemendur geta sent Strætó bs. rafræna staðfestingu á skólavist í gegnum Innu í því skyni að njóta afsláttarkjara hjá Strætó. Vottað skv. ISO 27001.
  • Fjársýsla ríkisins sér um Orra, fjármála- og mannauðskerfi, sem heldur utan um launamál starfsfólks og upplýsingar um ytri hagsmunaaðila. Advania hýsir og rekur Orra. Vottað skv. ISO 27001.
  • Háskóli Íslands rekur Menntaský þar sem gögn sem unnin eru í kerfum Microsoft 365 eru vistuð. Fjármálaráðuneytið gerði samning fyrir hönd framhaldsskóla við Microsoft um leyfi fyrir notkun Microsoft 365.
  • Landskerfi bókasafna á og rekur bókasafnskerfið Gegni sem notað er á bókasafni skólans.
  • Hugvit á og rekur skjalastjórnarkerfið GoPro þar sem málasafn skólans er vistað, þar á meðal upplýsingar um nemendur og starfsfólk. Vottað skv. ISO 27001.
  • Fyrirtækið Örugg afritun sér um afritun allra gagna sem tilheyra notendum tölvukerfis MH. Fyrirtækið dulkóðar gögnin áður en þau eru flutt og hefur ekki aðgang að þeim.
  • Tix.is annast miðasölu á viðburði NFMH.
Síðast uppfært: 20. mars 2024