Fréttir

Kórferð um norðvesturland

Föstudaginn 24. apríl hélt Kór MH af stað í tónleikaferð um Norðvesturland. Kórinn byrjaði á að syngja fyrir yngstu nemendur Helgafellsskóla í Mosfellsbæ og svo lá leiðin til Húnabyggðar. Daginn eftir var haldið til Skagastandar í blíðskaparveðri, þar sem nemendur heimsóttu Spákonuhof og héldu tónleika í Hólaneskirkju. Eftir það lá leiðin til Blönduós þar sem kórinn hélt tónleika í Blönduóskirkju. Gist var tvær nætur á Reykjum í Hrútafirði. Ferðin endaði svo með viðkomu í Reykholtskirkju í Borgarfirði þar sem haldnir voru lokatónleikar annarinnar. Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.

Snúður í 3. sæti í keppni Ungra frumkvöðla

MH- ingarnir Högni Gylfason og Helgi Þórir Sigurðsson urðu í 3. sæti í keppni Ungra frumkvöðla með borðspil sem þeir hönnuðu frá grunni byggt á færnimerkjum skáta. Spilið er ætlað skátum í leik og starfi.