Kórferð um norðvesturland
02.05.2025
Föstudaginn 24. apríl hélt Kór MH af stað í tónleikaferð um Norðvesturland. Kórinn byrjaði á að syngja fyrir yngstu nemendur Helgafellsskóla í Mosfellsbæ og svo lá leiðin til Húnabyggðar. Daginn eftir var haldið til Skagastandar í blíðskaparveðri, þar sem nemendur heimsóttu Spákonuhof og héldu tónleika í Hólaneskirkju. Eftir það lá leiðin til Blönduós þar sem kórinn hélt tónleika í Blönduóskirkju. Gist var tvær nætur á Reykjum í Hrútafirði. Ferðin endaði svo með viðkomu í Reykholtskirkju í Borgarfirði þar sem haldnir voru lokatónleikar annarinnar. Mjög vel heppnuð ferð í alla staði.