Sjúkrapróf

Um veikindi og sjúkrapróf gilda eftirfarandi reglur:

1. Nemandi sem ekki getur mætt í próf vegna veikinda á að tilkynna skrifstofu skólans það að morgni prófdags. Þá fær hann/hún upplýsingar um möguleika á sjúkraprófi. Á hverjum prófdegi hefur prófstjóri auglýstan viðtalstíma.

2. Til að fá að taka sjúkrapróf þarf nemandi að framvísa læknisvottorði til staðfestingar á veikindum sínum.

3. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi getur prófstjóri heimilað öðrum en þeim sem veikst hafa að taka sjúkrapróf. Þar koma einkum til álita:
a) fleiri en tvö próf á dag í próftöflu nemanda,
b) tilmæli frá áfangastjóra eða námsráðgjafa.

Síðast uppfært 5. mars 2013

Síðast uppfært: 05. mars 2013