Veikindi á prófdegi verður að tilkynna samdægurs, fyrir kl. 14:00, í gegnum Innu. Nauðsynlegt er að tilgreina heiti áfangans í athugasemd.
- Nemendur eldri en 18 ára skrá þau sjálf í gegnum sína Innu.
- Nemendur yngri en 18 ára geta ekki sjálfir skráð veikindi í Innu.
- Aðstandendur nemenda yngri en 18 ára skrá veikindi í gegnum sína Innu á sama hátt og þau hafa gert í vetur.
|
 |
Í lok hvers prófdags fer prófstjóri yfir skráðar veikindatilkynningar í Innu, staðfestir þær og veitir upplýsingar um sjúkraprófstíma. Staðfestingin sést í Innu viðkomandi nemenda og forráðamanna og kemur einnig fram í tölvupósti. Prófstjóri hefur netfangið profstjori@mh.is og er með viðtalstíma milli 10 og 11 alla daga.
Til viðbótar þurfa nemendur 18 ára og eldri að mæta með læknisvottorð í sjúkraprófið til staðfestingar á veikindum sínum. Nemendur yngri en 18 ára þurfa þess ekki.
Nemendur sem eru forfallaðir af öðrum orsökum en veikindum þurfa að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 595-5200.