Leiðarljós við próftöku

  •  Hlustaðu vel á allar leiðbeiningar og ábendingar kennara í upphafi prófs.

  • Lestu öll fyrirmæli á prófblaðinu sjálfu vandlega yfir.  Lestu allt prófið yfir í upphafi og punktaðu hjá þér minnisatriði.

  • Ekki dvelja of lengi við atriði sem þú mannst ekki eða skilur ekki strax, geymdu þau heldur þar til síðar í prófinu.

  • Einbeittu þér vel að prófinu sjálfu og láttu ekki truflast af umhverfinu.

  • Notaðu próftímann vel og ætlaðu þér tíma í lok prófs til að fara yfir úrlausn þína.

  • Hikaðu ekki við að leita aðstoðar kennara ef þú ert í vandræðum.

  • Þú átt að sitja í sætinu þínu þar til búið er að safna öllum prófunum saman í lok próftímans.   Salstjóri gefur merki þegar þú mátt yfirgefa salinn.
Síðast uppfært: 23. ágúst 2010