Handbók nemenda og forsjáraðila

Fyrirkomulag stundatöflu

Hver fimm eininga áfangi sem kenndur er í 4 kennslutímum fellur í einn stokk (A/B/C/D/E/F/G/H).
Hér er skýringarmynd af stokkakerfinu. 

Inna  

Inna er miðlægt upplýsingakerfi framhaldsskóla sem heldur utan um alla þætti náms nemenda, kennslu og skólahald.

Leiðbeiningar fyrir Innu
Fyrst er smellt á Inna sem er einn af flýtihnöppunum á heimasíðu MH. Til að komast inn á Innu þarf að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Nemendur sem eru með núll núll kennitölu (hafa ekki búið áður á Íslandi) geta komist inn á Innu með kennitölu og lykilorði en þeir þurfa fyrst að fá lykilorð hjá konrektor.

Í Innu er flipi sem heitir Aðstoð og þar er hægt að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi notkun Innu og breytingar á ýmsum stillingum.

Hér eru upplýsingar til viðbótar við það sem er nú þegar í Innu:

Til nýnema frá námsráðgjöfum

Ýmsar upplýsingar

Annað

Ef nemandi eða foreldri/forsjáraðili vill koma á famfæri kvörtun yfir kennara þá er best að ræða við námstjóra í viðkomandi grein.

Síðast uppfært: 04. október 2023