Fréttir

Aðalfundur foreldraráðs MH verður 2. október kl. 20:00 - 21:30

Aðalfundur foreldraráðsins verður fimmtudaginn 2. október í stofu 11 kl. 20-21:30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar og kosning stjórnar. Fræðsluerindi er frá Páli Ólafssyni félagsráðgjafa og sérfræðingi hjá Barnaverndarstofu, sem fjallar um samskipti foreldra og ungmenna. Allir foreldrar nemenda í MH er velkomnir.

Gullverðlaun í Hjólum í skólann

Hjólum í skólann árið 2014 stóð frá 12. – 16. september. Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár, en það er tveimur fleiri skólum en árið 2013. Þátttakendur voru alls 1.236 og hjólaðir voru 12.528 km eða 9,36 hringir í kringum Ísland. Menntaskólinn við Hamrahlíð vann gullverðlaun í flokki skóla með yfir  1000 nemendur og starfsmenn. Vel gert MH-ingar!

Tökum öll höndum saman og flokkum rusl!

STÖÐUPRÓF/PLACEMENT TESTS 17. SEPT. 2014

Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin 17. september kl. 16:00 í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirtöldum tungumálum: Stöðupróf í albönsku, filipísku (tagalog), finnsku, hollensku, japönsku, kínversku, króatísku, lettnesku, litháísku, portúgölsku, pólsku, rússnesku, svahílí  og víetnömsku. Tengill í (link to) rafræna skráningu í stöðupróf - online registration Placement tests (for Secondary School credit) in the following languages will be held on September 17th at 4 pm. Placement tests in Albanian, Chinese, Croatian, Dutch,  Filipino (tagalog), Finnish, Japanese, Latvian, Lithuanian, Portugese, Polish, Russian, Swahili  and Vietnamese .

Vel heppnuð nýnemaferð

Síðastliðinn föstudag lögðu um 200 nýnemar Menntaskólans við Hamrahlíð upp í ferð á Stokkseyri. Áður en farið var af höfuðborgarsvæðinu gróðursettu nýnemarnir birkiplöntur í landnemareit MH í Heiðmörk. Dagskráin á Stokkseyri var í höndum nemendastjórnar MH og var það mál manna að hún hefði skilað góðu verki. Með í för voru einnig fjórir kennarar þau Stefán Á. Guðmundsson, Halldóra Björt Ewen, Guðmundur Arnlaugsson og Harpa Hafsteinsdóttir.  Ferðin tókst vel og nemendur skólans voru sjálfum sér og skólanum til sóma.

Loka dagur til þess að tilkynna útskrift

Allir sem hyggjast útskrifast í desember 2014 verða að koma á skirfstofu áfangastjóra eða konrektors og tilkynna útskrift. Þetta þarf að gera fyrir dagslok 10. september.