Fréttir

Skólasókn á haustönn 2019 til fyrirmyndar

Á haustönn 2019 voru 506 nemendur með 10 í skólasóknareinkunn eða 46% nemenda. Til að fá 10 í skólasóknareinkunn þurfa nemendur að vera með a.m.k. 95% skólasókn. Þessar einkunnir staðfesta enn og aftur hversu einbeittir nemendur eru að mæta vel og sinna náminu af miklum áhuga. Alls voru 40 nemendur með óaðfinnanlega skólasókn, þ.e. mættu 100% í alla tíma yfir önnina. Við óskum nemendum til hamingju með mjög góða skólasókn á haustönn.

Er Innan lokuð ?

Innan er lokuð hjá þeim nemendum sem ekki hafa greitt skólagjöld. Upplýsingar frá bönkum berast ekki til MH (eða Innu) fyrr en á næsta virka degi eftir greiðslu. Gera má ráð fyrir að stundatöflur þeirra sem greitt hafa skólagjöldin verði aðgengilegar seinnipart 3. janúar 2020.

Opnunartími skrifstofunnar fram að byrjun vorannar 2020

Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 30. desember til og með 2.janúar 2020. Þann 3.janúar verður skrifstofan opin frá 10:00 - 15:00. Mánudaginn 6. janúar koma nýnemar vorannar í skólann kl. 13:00 og kennsla hefst þriðjudaginn 7. janúar kl. 9:10 skv. stundaskrá. Við þökkum fyrir árið sem er að líða og bíðum spennt eftir árinu 2020.

Brautskráning stúdenta Menntaskólans við Hamrahlíð 21. desember

Brautskráðir voru 98 stúdentar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af fimm námsbrautum, þar af tveir stúdentar sem luku námi af tveimur brautum. Að þessu sinni útskrifuðust flestir af opinni braut eða 43 nemendur, 33 af náttúrufræðibraut, 13 af félagsfræðabraut, 8 af málabraut og 3 af listdansbraut. Þrír nemendur voru brautskráðir með ágætiseinkunn á stúdentsprófi, þ.e. vegin meðaleinkunn yfir 9,00. Að þessu sinni var dúx skólans Sóley Halldórsdóttir nemandi á náttúrufræðibraut með 9,37 í meðaleinkunn. Sóley hlaut auk þess viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur í líffræði. Semidúx var Anna Magnúsdóttir Eirúnardóttir sem útskrifaðist af málabraut með 9,26 í meðaleinkunn en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í þýsku.

Opnun skrifstofu yfir jólahátíðirnar

Þann 27. desember nk. er skrifstofa skólans opin 10:00-14:00. Skrifstofan verður opnuð 3. janúar á nýju ári kl. 10:00. Gleðilega hátíð og njótið jólanna með fjölskyldu og vinum.

Brautskráning / Graduation

Brautskráning stúdenta verður laugardaginn 21. desember. Athöfnin fer fram á Miklagarði, hátíðarsal skólans, og hefst kl. 13:00. Graduation ceremony will be held on Saturday December 21th. The ceremony takes place in Mikligarður, the school auditorium starting at 1 pm.

Fjörutíu ár í MH

Steingrímur Þórðarson íslenskukennari við MH lætur nú af störfum eftir að hafa starfað við skólann í 40 ár. Steingrímur hefur gengt ýmsum trúnaðarstörfum við skólann og verið áfangastjóri, settur konrektor og settur rektor. Steingrímur var kvaddur á staðfestingardag og færð gjöf frá skólanum á þessum merku tímamótum en fátítt er að menn nái 40 árum á einum og sama vinnustaðnum. Við þökkum Steingrími fyrir vel unnin störf og farsælt og gjöfult samstarf.

Staðfestingardagur / Course selection day

MH-ingar karatefólk ársins

Margir af nemendum MH stunda afreksíþróttir svo eftir er tekið. Freyja Stígsdóttir nemandi á opinni braut var valinn karatekona ársins af Karatesambandi Íslands. Freyja hefur náð eftirtektarverðum árangri heima sem erlendis og unnið fjölda titla. Þess má geta að karatemaður ársins heitir Aron Anh og hann er einnig MH-ingur sem útskrifaðist 2018. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og nafnbótina.

Prófdagurinn 11. desember lofar góðu

Í dag, 11. desember verða próf haldin skv. áætlun. Nemendur eru hvattir til að mæta tímanlega. Exams are according to plan today.