28.09.2017
Tveir MH-ingar tóku þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem haldin var í Tallin í Eistlandi.
28.09.2017
Áttu rétt á jöfnunarstyrk?
Nemendur sem stunda nám fjarri lögheimili og fjölskyldu eiga rétt á jöfnunarstyrk sem LÍN afgreiðir. Nánari upplýsingar er að finna inn á www.lin.is.
Væntanlegir umsækjendur geta sótt um á INNU eða í heimabankanum.
Umsóknarfrestur fyrir skólaárið 2017-2018 er til og með 15. október næstkomandi.
19.09.2017
Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn verður haldinn fimmtudaginn 21. september kl. 19:30. Gestum gefst tækifæri til að kynnast starfsemi MH og hitta starfsfólk. Umsjónarkennarar munu funda með foreldrum / forráðamönnum og fara yfir starfið sem er framundan í vetur. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð mun flytja tónlist undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
________________________________
Introductory evening for parents / guardians will be hosted 21. of September at 19:30. Even though the addresses in the first part of the evening are in Icelandic it is our belief that conversations with the IB administrator and parents of other IB students are of value both to you and our staff. Parents / Guardians will have the opportunity to meet teachers, administrators and staff and learn about MH and its services. The Hamrahlíð School Choir will sing under the direction of Þorgerður Ingólfsdóttir.
15.09.2017
Næstkomandi mánudag er boðið upp á Gleðihlaup/-göngu, 5 km, vegna aukatíma í líkamsrækt 18. sept.
Mæting er við Perluna kl: 9:00 og eru þátttakendur minntir á að taka með góða skó, drykk og nasl.
Nemendur eru hvattir til að fjölmenna og byrja sérlega septemberviku af krafti með góðri hreyfingu.
12.09.2017
Dagana 18. til 22. september verður horfið frá hefðbundnu skipulagi stundatöflu og munu tvöfaldir tímar lengjast, þ.e. morguntímar teygjast til 12:00 og síðdegistímar verða frá 12:30-16:00. Nemendur þurfa að mæta í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í tvöfalda tímanum.
Sérleg septembervika er hugsuð til að brjóta upp skólastarfið og munu margir nemendahópar vera á faraldsfæti, t.d. í vettvangsferðum eða í tilraunum sem ekki gefst tími til í hefðbundinni stundatöflu.