Fréttir

Skrifstofan er lokuð í dag

Í dag 1. mars er starfsþróunardagur þar sem starfsfólk framhaldsskólanna hittist í framhaldsskólum höfuðborgarsvæðisins og ræðir það sem efst er á baugi. Af því tilefni er engin kennsla í MH í dag og skrifstofan er lokuð.

Próftafla vorannar 2024

Próftafla vorannar 2024 er tilbúin. Nemendur geta skoðað hana í Innu og hér á heimasíðunni. Póstur á að hafa borist öllum nemendum þar sem hægt er að lesa um hvað þarf að gera ef nemendur eru í tveimum prófum á sama tíma eða sama degi. Endilega skoðið próftöfluna vel og ef þið þarfnist breytinga á henni þá sendið þið inn umsókn fyrir 8. apríl.  Tölvupóstinn má einnig nálgast hér á heimasíðunni.

Valvika

Valvika er hafin í MH og verður henni ýtt úr vör með áfangakynningum á sal í dag fimmtudag. Kynningin stendur yfir frá kl. 12:00 til 15:00 og þar gefst nemendum kostur á að skoða áfangaframboðið fyrir haustönn 2024. Kennarar og annað starfsfólk verður á staðnum og um að gera að skoða og spyrja spurninga um alla frábæru áfangana sem við erum með í boði.

MH-ingar í úrslit í efnafræðikeppni

23. Almenna landskeppnin í efnafræði fór fram í framhaldsskólum landsins miðvikudaginn 21. febrúar. Alls tóku 48 nemendur þátt, úr sex skólum. 14 efstu keppendum er boðið að taka þátt í úrslitakeppni sem verður haldin í Háskóla Íslands helgina 2.-3. mars næstkomandi. Þar eigum við í MH 3 keppendur sem fá tækifæri til að taka þátt og spreyta sig. Það er til mikils að vinna því fjórum efstu keppendum úrslitakeppninnar verður boðið að taka þátt í 7. Norrænu efnafræðikeppninni sem haldin verður í Noregi og strax að henni lokinni í 56. Alþjóðlegu Ólympíukeppninni í efnafræði sem haldin verður í Saudi Arabíu dagana 21.-30. júlí. 

MH komin í fjögurra liða úrslit Morfís

Í gær keppti ræðulið MH við ræðulið Kvennó um sæti í fjögurra liða úrslitum Morfís. Umræðuefni var "Lygar" og voru MH-ingarnir á móti en Kvennó með. Lið MH bar sigur úr býtum og óskum við þeim innilega til hamingju með það. MH-ingurinn Valgerður Birna var jafnframt kosin ræðumaður kvöldsins.

Lagningardagar

Lagningardagar hefjast á morgun. Þá liggur hefðbundin kennsla niðri í tvo daga og NFMH skipuleggur námskeið, fyrirlestra og aðra viðburði í samráði við kennara og stjórnendur. Gert er ráð fyrir virkri þátttöku kennara og nemenda í dagskrá lagningardaga. Nemendur, kennarar og utanaðkomandi aðilar hafa lagt mikinn metnað í kynningarnar/viðburðina sína. Dagskráin er sýnileg á síðun NFMH og þar er hægt að velja sér viðburð til að mæta á. Allar upplýsingar ættu nemendur að hafa fengið í tölvupóstum sem einnig má lesa hér á heimasíðunni. Við vonumst til að nemendur njóti þess að mæta í skólann hvort sem þau eru að njóta samvista við hvort annað eða taka þátt í skipulögðum viðburðum. Matsalan er ekki opin, en kórinn sér um veitingar og einnig mætir pylsuvagninn á svæðið á miðvikudaginn.