Fréttir

Til hamingju stúdentar!

Laugardaginn 28. maí voru brautskráðir 194 stúdentar frá MH. Hæstu meðaleinkunn hlaut Sigtryggur Hauksson stúdent af náttúrufræðibraut með 9,91 og á hæla honum var Helga Margrét Þorsteinsdóttir einnig á náttúrufræðibraut með 9,83. Árangur beggja er með því albesta í sögu skólans. Þá setti  Eva Hrund Hlynsdóttir nýtt einingamet er hún brautskráðist af samtímis af félagsfræðabraut, málabraut og náttúrufræðibraut með alls 270 námseiningar.  

Skráning í stöðupróf hefst 1. júní

Upplýsingar um prófin má nálgast hér.

Brautskráning stúdenta

Brautskráning stúdenta fer fram á Miklagarði, hátíðarsal skólans laugardaginn 28. maí. Athöfnin hefst kl. 14:00 og lýkur um kl. 16:00. Að lokinni útskrift er sameiginleg myndataka stúdenta.

Vorvítamín Hamrahlíðarkóranna í dag sunnudaginn 22. maí

Í dag halda kórarnir í Hamrahlíð upp á prófalok og sumarkomu með skemmtun í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Þetta er hið árlega Vorvítamín, sem kórarnir bjóða til. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Kórfélagar, nú í vor rúmlega 100 talsins, halda tvenna tónleika, kl. 14 og kl. 16. Efnisskrár tónleikanna eiga að vekja með öllum vorhug og sumargleði, þar er að finna blöndu gamalla gersema og nýrra. Kórarnir flytja m.a.tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Jón Þórarinsson, Misti Þorkelsdóttur og Snorra S. Birgisson. Einnig  verða sungin sumar- og ættjarðarlög og vonast er til að allir gestir taki undir með kórunum. Milli tónleika verður kaffisala og ýmis skemmtiatriði kórfélaga, hljóðfæraleikur, ævintýraheimur fyrir krakka, bangsaspítali, vísindahorn, kennsla í salsa, heilsuhorn, leyniatriði og fl. Þá verða seld sumarblóm og ágóði af sölu rennur í ferðasjóð Hamrahlíðarkóranna. Nú í sumar verður Hamrahlíðarkórinn fulltrúi Íslands á Aberdeen International Youth Festival sem er eina alþjóðlega listahátíðin í Evrópu þar sem flytjendur eru allir ungt fólk. Fögnum björtum dögum og köllum á hlýindin með kórunum í Hamrahlíð í dag.

Einkunnabirting og staðfesting vals.

Nú  eru einkunnir nemenda fyrir vorönn aðgengilegar í Innu. Þá geta nemendur staðfest val sitt ef þeir þurfa ekki að gera neinar breytingar. Öllum nemendum er skylt að staðfesta val sitt fyrir næstu önn ætli þeir sér að stunda nám í skólanum þá. Sjá nánari lýsingu á staðfestingarferli í Áföngum fréttabréfi frá skólanum um val og staðfestingu Prófasýning í Dagskóla og Öldungadeild verður þann 19. maí milli kl. 12 og 13. Ef breyta þarf vali þá er listi yfir þá áfanga sem verða í boði í haust aðgengilegur hér á heimasíðunni. 

Prófasýning

Munið prófasýningu fyrir bæði dagskóla og öldungadeild kl. 12-13 föstudaginn 20. maí.

Viðtalstímar valkennara, staðfestingu vals lýkur og prófasýning.

Föstudaginn 20. maí Viðtalstími valkennara kl. 9-11. Prófasýning dag og öld um hádegi (kl. 12-13). Lokadagur fyrir staðfestingu vals. Staðfestingu lýkur kl 14:00.

Prófatímabil 2. til 16. maí

Þessa dagana eru próf í dagskólanum. Próftöfluna sjá nemendur í Innu en einnig er hægt að sjá ýmsar upplýsingar varðandi prófreglur, prófstjórn og yfirlitstöflu prófa með því að velja flipann Námið hér að ofan og smella svo á Próf í lista til vinstri. Við minnum nemendur og alla sem eiga erindi til okkar að ganga hljóðlega um á prófatíma svo nemendur í prófum nái að uppskera sem mest.